Innlent

Nýr skattur lagður á ferðaþjónustuna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skatturinn tekur gildi þann 1. maí nk., rétt í tæka tíð fyrir háannatímabil ferðaþjónustunnar.
Skatturinn tekur gildi þann 1. maí nk., rétt í tæka tíð fyrir háannatímabil ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm
Í nýju fjárlagafrumvarpi er í fyrsta skipti lagður skattur á ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða upp á afþreyingarferðir á borð við hvalaskoðun, flúðasiglingar og hestaferðir.

Nái breytingin fram að ganga mun hún taka gildi 1. maí á næsta ári, rétt í tæka tíð fyrir háannatímabil ferðaþjónustunnar.  

Ferðirnar munu fara í lægra skattþrep virðisaukaskatts sem gert er ráð fyrir að verði 12% á næsta ári. Leiða má líkum að því að skatturinn muni skila sér beint út í verð ferðanna og að þær munu því hækka sem nemur skattlagningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×