Sjötíu metra háir gosstrókar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. ágúst 2014 18:05 Gosstrókar fóru upp í sjötíu metra hæð í dag en hafa frá því að gos hófst verið um tuttugu til sextíu metra háir. Kraftur gossins er með svipuðu móti og verið hefur en örlítið dregið úr skjálftavirkni. Gosið er stöðugt og lítill sem enginn gosórói hefur mælst. Vísindamenn segja gosið samfellt og frekar hljóðlátt. Ekki eru líkur á flóði en hættustig er þó í gildi. „Það sem við erum hræddir við er að gosið opnist annars staðar og það byrji að gjósa undir jöklinum. Þá er flóðahætta. En á meðan við getum ekki útilokað það þá er það hluti af okkar áhættumati að það sé flóðahætta,“ segir Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Hann segir þó einhverjar líkur á að gos opnist annars staðar. „Það er hætta meðan það er enn mikill gangur í þessu í bergganginum og framgangi þar. Þá er alltaf möguleiki á því að það gjósi annars staðar. En það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun þegar mælingum dagsins og næturinnar verður lokið hvort það séu einhverjar breytingar,“ segir Víðir. Eldgosið hófst í Holuhrauni um klukkan fimm í morgun og er staðsett á sömu sprungu og eldgosið sem hófst á föstudag. Það er þó margfalt stærra. Myndband af gosstrókunum má sjá hér að neðan.Post by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Bárðarbunga Tengdar fréttir „Svipað að stærð og stærstu gosin í Kröflueldunum“ Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið sem hófst nú í morgun það stærsta í þessari hrinu. 31. ágúst 2014 12:30 Aðgerðir enn á hættustigi Ekki þykir ástæða til að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna að svo stöddu. 31. ágúst 2014 15:17 Vísindamenn farnir frá Holuhrauni vegna veðurs Nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu en Vísindamannaráð Almannavarna fundar klukkan tíu um framvindu málsins. 31. ágúst 2014 09:08 Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09 Innanlandsflug liggur niðri vegna óveðurs Frekari upplýsingar liggja fyrir um fimm. Gos í Holuhrauni hefur engin áhrif á flugumferð. 31. ágúst 2014 11:25 Heimsótti gíginn í Holuhrauni í gær "Svona eftir á er maður frekar skelkaður,“ segir Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar tvö. 31. ágúst 2014 13:53 Stærra gos en síðast "Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson 31. ágúst 2014 07:37 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Gosstrókar fóru upp í sjötíu metra hæð í dag en hafa frá því að gos hófst verið um tuttugu til sextíu metra háir. Kraftur gossins er með svipuðu móti og verið hefur en örlítið dregið úr skjálftavirkni. Gosið er stöðugt og lítill sem enginn gosórói hefur mælst. Vísindamenn segja gosið samfellt og frekar hljóðlátt. Ekki eru líkur á flóði en hættustig er þó í gildi. „Það sem við erum hræddir við er að gosið opnist annars staðar og það byrji að gjósa undir jöklinum. Þá er flóðahætta. En á meðan við getum ekki útilokað það þá er það hluti af okkar áhættumati að það sé flóðahætta,“ segir Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Hann segir þó einhverjar líkur á að gos opnist annars staðar. „Það er hætta meðan það er enn mikill gangur í þessu í bergganginum og framgangi þar. Þá er alltaf möguleiki á því að það gjósi annars staðar. En það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun þegar mælingum dagsins og næturinnar verður lokið hvort það séu einhverjar breytingar,“ segir Víðir. Eldgosið hófst í Holuhrauni um klukkan fimm í morgun og er staðsett á sömu sprungu og eldgosið sem hófst á föstudag. Það er þó margfalt stærra. Myndband af gosstrókunum má sjá hér að neðan.Post by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Bárðarbunga Tengdar fréttir „Svipað að stærð og stærstu gosin í Kröflueldunum“ Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið sem hófst nú í morgun það stærsta í þessari hrinu. 31. ágúst 2014 12:30 Aðgerðir enn á hættustigi Ekki þykir ástæða til að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna að svo stöddu. 31. ágúst 2014 15:17 Vísindamenn farnir frá Holuhrauni vegna veðurs Nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu en Vísindamannaráð Almannavarna fundar klukkan tíu um framvindu málsins. 31. ágúst 2014 09:08 Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09 Innanlandsflug liggur niðri vegna óveðurs Frekari upplýsingar liggja fyrir um fimm. Gos í Holuhrauni hefur engin áhrif á flugumferð. 31. ágúst 2014 11:25 Heimsótti gíginn í Holuhrauni í gær "Svona eftir á er maður frekar skelkaður,“ segir Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar tvö. 31. ágúst 2014 13:53 Stærra gos en síðast "Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson 31. ágúst 2014 07:37 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
„Svipað að stærð og stærstu gosin í Kröflueldunum“ Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið sem hófst nú í morgun það stærsta í þessari hrinu. 31. ágúst 2014 12:30
Aðgerðir enn á hættustigi Ekki þykir ástæða til að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna að svo stöddu. 31. ágúst 2014 15:17
Vísindamenn farnir frá Holuhrauni vegna veðurs Nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu en Vísindamannaráð Almannavarna fundar klukkan tíu um framvindu málsins. 31. ágúst 2014 09:08
Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09
Innanlandsflug liggur niðri vegna óveðurs Frekari upplýsingar liggja fyrir um fimm. Gos í Holuhrauni hefur engin áhrif á flugumferð. 31. ágúst 2014 11:25
Heimsótti gíginn í Holuhrauni í gær "Svona eftir á er maður frekar skelkaður,“ segir Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar tvö. 31. ágúst 2014 13:53
Stærra gos en síðast "Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson 31. ágúst 2014 07:37