Bárðarbunga nefnd eftir jarðbundnum Bárði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2014 15:57 Ómar Ragnarsson tók neðangreinda mynd á flugi sínu yfir Bárðarbungu á Vatnajökli. Mynd/Ómar Ragnarsson Möguleiki er á að eldfjallið Bárðarbunga í Vatnajökli muni gjósa en töluverðar jarðhræringar hafa verið í nágrenni fjallsins undanfarna daga. En hvers vegna heitir fjallið Bárðarbunga? Bárðarbunga er næsthæsta fjall Íslands. Aðeins Öræfajökull gnæfir yfir Bárðarbungu sem er rétt rúmlega 2000 metrar að hæð. Bungan rís um eitt þúsund metra yfir Vatnajökul en undir henni er askja með allt að 800 metra þykkum jökli.Í umfjöllun Hallgríms J. Ámundasonar á vefsíðu Árnastofnunar kemur fram að allmörg örnefni á Íslandi séu kennd við karlmannsnafnið Bárð. Má nefna Bárðarfell Bárðarfjall, Bárðargötu, Bárðardal, Bárðarkistu, Bárðarlaug, Bárðarfoss, Bárðarhelli og Bárðarhaug. Er talið að örnefnin séu helst tengd við tvo menn sem hétu Bárður. Annars vegar Bárð Snæfellsás sem bjó á Snæfellsnesi þar sem mörg örnefni eru kennd við hann. Er hann sagður ýkjukenndur fornsagnakappi af ættum risa og trölla. Á ævi Bárðar að hafa endað á því að hann hvarf í Snæfellsjökul. Bárðarbunga er þó að sögn Hallgríms ekki kennd við Bárð Snæfellsás heldur nafna hans, Gnúpa-Bárð. Sá kemur við sögu í Landnámabók og er nefndur í mörgum Íslendingasögum. Voru nafnarnir Gnúpa-Bárður og Báður Snæfellsás málkunnugir að því er fram kemur í Bárðarsögu. „Þeir lögðu lag sitt nafnar og urðu á það sáttir að leita til Íslands því að þaðan voru sagðir landkostir góðir,“ segir í Bárðarsögu sem þykir þó ekki mjög áreiðanleg heimild um sögulega viðburði samkvæmt Hallgrími. Gnúpa-Bárður, sem Bárðarbunga er þá líklega nefnd efir, var fyrsti Norðlendingurinn sem sögur fara af sem áttaði sig á því að betra væri að búa syðra en nyrðra. Tók hann allt sitt fé ásamt fjölskyldu úr Bárðardal og flutti suður yfir hálendið í Skaftártungu. Hér að neðan má sjá texta úr Landnámabók með tilheyrandi skýringum fyrir yngri kynslóðir. „Bárður, son Heyjangurs-Bjarnar, kom skipi sínu í Skjálfandafljótsós og nam Bárðardal allan upp frá Kálfborgará og Eyjardalsá og bjó að Lundarbrekku um hríð. Þá markaði hann [=dró þá ályktun] að veðrum að landviðri voru betri en hafviðri og ætlaði af því betri lönd fyrir sunnan heiði. Hann sendi sonu sína suður um góu. Þá fundu þeir góubeytla [=eskigras] og annan gróður. En annað vor eftir þá gerði Bárður kjálka [=sleða] hverju kvikindi því er gengt var og lét hvað draga sitt fóður og fjárhlut. Hann fór Vonarskarð, þar er heitir síðan Bárðargata. Hann nam síðan Fljótshverfi og bjó að Gnúpum. Þá var hann kallaður Gnúpa-Bárður. (Landnámabók)“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Hættumat Bárðarbungu enn óklárað Vinna við sérstakt hættumat fyrir Bárðarbungu hófst 2012 en er enn ólokið. Eldstöðin er í flokki með Heklu, Kötlu og Grímsvötnum sem hættulegustu eldfjöllin. Um 900 skjálftar voru mældir við Bárðarbungu árið 2010 og umbrotin nú því framhald mun stærri atburðarásar. 21. ágúst 2014 07:00 Samdi tónverk úr skjálftunum í Bárðarbungu „Ég er að vonast eftir því að einhver á Jazzhátíð taki þetta og spili yfir,“ segir tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn. 20. ágúst 2014 11:47 Skjálfti upp á 4,0 stig Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar urðu nærri Bárðarbungu fyrir hádegi í dag. 21. ágúst 2014 13:39 Norðmenn spá í öskuna Eldgoss í Bárðarbungu gæti haft víðtæk áhrif á flugsamgöngur í Evrópu að mati veðurfræðings hjá norsku veðurstofunni. 21. ágúst 2014 10:58 Mjög öflugur atburður, kvikan færi hratt upp Atburðarásin í Bárðarbungu nú er margfalt öflugri en sú sem varð í aðdraganda Gjálpargossins árið 1996. 20. ágúst 2014 11:51 Þrívíddarkort af skjálftavirkni í Bárðarbungu Veðurstofa Íslands hefur unnið myndband sem sýnir skjálftavirknina í Bárðarbungu á tímabilinu 16.-20. ágúst. 20. ágúst 2014 17:26 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Möguleiki er á að eldfjallið Bárðarbunga í Vatnajökli muni gjósa en töluverðar jarðhræringar hafa verið í nágrenni fjallsins undanfarna daga. En hvers vegna heitir fjallið Bárðarbunga? Bárðarbunga er næsthæsta fjall Íslands. Aðeins Öræfajökull gnæfir yfir Bárðarbungu sem er rétt rúmlega 2000 metrar að hæð. Bungan rís um eitt þúsund metra yfir Vatnajökul en undir henni er askja með allt að 800 metra þykkum jökli.Í umfjöllun Hallgríms J. Ámundasonar á vefsíðu Árnastofnunar kemur fram að allmörg örnefni á Íslandi séu kennd við karlmannsnafnið Bárð. Má nefna Bárðarfell Bárðarfjall, Bárðargötu, Bárðardal, Bárðarkistu, Bárðarlaug, Bárðarfoss, Bárðarhelli og Bárðarhaug. Er talið að örnefnin séu helst tengd við tvo menn sem hétu Bárður. Annars vegar Bárð Snæfellsás sem bjó á Snæfellsnesi þar sem mörg örnefni eru kennd við hann. Er hann sagður ýkjukenndur fornsagnakappi af ættum risa og trölla. Á ævi Bárðar að hafa endað á því að hann hvarf í Snæfellsjökul. Bárðarbunga er þó að sögn Hallgríms ekki kennd við Bárð Snæfellsás heldur nafna hans, Gnúpa-Bárð. Sá kemur við sögu í Landnámabók og er nefndur í mörgum Íslendingasögum. Voru nafnarnir Gnúpa-Bárður og Báður Snæfellsás málkunnugir að því er fram kemur í Bárðarsögu. „Þeir lögðu lag sitt nafnar og urðu á það sáttir að leita til Íslands því að þaðan voru sagðir landkostir góðir,“ segir í Bárðarsögu sem þykir þó ekki mjög áreiðanleg heimild um sögulega viðburði samkvæmt Hallgrími. Gnúpa-Bárður, sem Bárðarbunga er þá líklega nefnd efir, var fyrsti Norðlendingurinn sem sögur fara af sem áttaði sig á því að betra væri að búa syðra en nyrðra. Tók hann allt sitt fé ásamt fjölskyldu úr Bárðardal og flutti suður yfir hálendið í Skaftártungu. Hér að neðan má sjá texta úr Landnámabók með tilheyrandi skýringum fyrir yngri kynslóðir. „Bárður, son Heyjangurs-Bjarnar, kom skipi sínu í Skjálfandafljótsós og nam Bárðardal allan upp frá Kálfborgará og Eyjardalsá og bjó að Lundarbrekku um hríð. Þá markaði hann [=dró þá ályktun] að veðrum að landviðri voru betri en hafviðri og ætlaði af því betri lönd fyrir sunnan heiði. Hann sendi sonu sína suður um góu. Þá fundu þeir góubeytla [=eskigras] og annan gróður. En annað vor eftir þá gerði Bárður kjálka [=sleða] hverju kvikindi því er gengt var og lét hvað draga sitt fóður og fjárhlut. Hann fór Vonarskarð, þar er heitir síðan Bárðargata. Hann nam síðan Fljótshverfi og bjó að Gnúpum. Þá var hann kallaður Gnúpa-Bárður. (Landnámabók)“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Hættumat Bárðarbungu enn óklárað Vinna við sérstakt hættumat fyrir Bárðarbungu hófst 2012 en er enn ólokið. Eldstöðin er í flokki með Heklu, Kötlu og Grímsvötnum sem hættulegustu eldfjöllin. Um 900 skjálftar voru mældir við Bárðarbungu árið 2010 og umbrotin nú því framhald mun stærri atburðarásar. 21. ágúst 2014 07:00 Samdi tónverk úr skjálftunum í Bárðarbungu „Ég er að vonast eftir því að einhver á Jazzhátíð taki þetta og spili yfir,“ segir tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn. 20. ágúst 2014 11:47 Skjálfti upp á 4,0 stig Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar urðu nærri Bárðarbungu fyrir hádegi í dag. 21. ágúst 2014 13:39 Norðmenn spá í öskuna Eldgoss í Bárðarbungu gæti haft víðtæk áhrif á flugsamgöngur í Evrópu að mati veðurfræðings hjá norsku veðurstofunni. 21. ágúst 2014 10:58 Mjög öflugur atburður, kvikan færi hratt upp Atburðarásin í Bárðarbungu nú er margfalt öflugri en sú sem varð í aðdraganda Gjálpargossins árið 1996. 20. ágúst 2014 11:51 Þrívíddarkort af skjálftavirkni í Bárðarbungu Veðurstofa Íslands hefur unnið myndband sem sýnir skjálftavirknina í Bárðarbungu á tímabilinu 16.-20. ágúst. 20. ágúst 2014 17:26 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Hættumat Bárðarbungu enn óklárað Vinna við sérstakt hættumat fyrir Bárðarbungu hófst 2012 en er enn ólokið. Eldstöðin er í flokki með Heklu, Kötlu og Grímsvötnum sem hættulegustu eldfjöllin. Um 900 skjálftar voru mældir við Bárðarbungu árið 2010 og umbrotin nú því framhald mun stærri atburðarásar. 21. ágúst 2014 07:00
Samdi tónverk úr skjálftunum í Bárðarbungu „Ég er að vonast eftir því að einhver á Jazzhátíð taki þetta og spili yfir,“ segir tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn. 20. ágúst 2014 11:47
Skjálfti upp á 4,0 stig Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar urðu nærri Bárðarbungu fyrir hádegi í dag. 21. ágúst 2014 13:39
Norðmenn spá í öskuna Eldgoss í Bárðarbungu gæti haft víðtæk áhrif á flugsamgöngur í Evrópu að mati veðurfræðings hjá norsku veðurstofunni. 21. ágúst 2014 10:58
Mjög öflugur atburður, kvikan færi hratt upp Atburðarásin í Bárðarbungu nú er margfalt öflugri en sú sem varð í aðdraganda Gjálpargossins árið 1996. 20. ágúst 2014 11:51
Þrívíddarkort af skjálftavirkni í Bárðarbungu Veðurstofa Íslands hefur unnið myndband sem sýnir skjálftavirknina í Bárðarbungu á tímabilinu 16.-20. ágúst. 20. ágúst 2014 17:26