Tappa af Hágöngulóni, Kárahnjúkar ekki í hættu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2014 19:45 Landsvirkjun er byrjuð að tappa vatni af Hágöngulóni og niður í Þórisvatn í öryggisskyni ef flóðbylgja kæmi þar niður frá Bárðarbungu. Kárahnjúkastífla er hins vegar ekki talin í hættu. Margir hafa spurt sig hvort Kárahnjúkastíflu geti stafað hætta af umbrotunum í Vatnajökli en hún er í um 70 kílómetra fjarlægð frá líklegasta gosstaðnum. Því virðist fljótsvarað. Helsti jöklafræðingur landsins, Helgi Björnsson, aftekur það með öllu. Hann telur útlokað að jökulhlaup vegna Bárðarbungu komist austur fyrir Kverkfjöll og í Hálslón.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir engar líkur taldar á að jökulhlaup af svona tagi fari þar yfir og heldur engar sögulegar heimildir um slíkt. Engu að síður sé í hönnunarforsendum Kárahnjúkastíflu gert ráð fyrir að svona flóð geti komið. „Þannig að Kárahnjúkastífla er ekki í hættu, þó að það kæmi svona atburður inn á Kárahnjúkasvæðið," segir Óli Grétar. Þótt Jökulsá á Fjöllum sé núna talinn líklegasti flóðafarvegurinn eru fjórir mögulegir farvegir. Einn þeirra er til suðvesturs, niður í Hágöngulón og Köldukvísl og inn á vatnasvið Þjórsár og Tungnaár. Þar eru sex virkjanir. Óli Grétar segir að Landsvirkjun hafi í varúðarskyni lækkað niður í Hágöngulóni og hleypt vatni niður í Þórisvatn.Frá Hágöngulóni.Mynd/Stöð 2.Svo vill til að almannavarnaæfing í vetur með Landsvirkjun og Landsneti gerði einmitt ráð fyrir stóru hlaupi á þessu svæði vegna eldgoss í Bárðarbungu. Stíflumannvirkin eru hönnuð til að beina stóru hlaupi framhjá Þórisvatni og niður Köldukvísl, og þar með framhjá Vatnsfells-, Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjunum. Við verstu aðstæður, segir Óli Grétar, að lítill hluti Sultartangastíflu, svokallað flóðvar, gæti rofnað. „En við erum tiltölulega rólegir. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og aðrir," segir Óli Grétar. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Landsvirkjun er byrjuð að tappa vatni af Hágöngulóni og niður í Þórisvatn í öryggisskyni ef flóðbylgja kæmi þar niður frá Bárðarbungu. Kárahnjúkastífla er hins vegar ekki talin í hættu. Margir hafa spurt sig hvort Kárahnjúkastíflu geti stafað hætta af umbrotunum í Vatnajökli en hún er í um 70 kílómetra fjarlægð frá líklegasta gosstaðnum. Því virðist fljótsvarað. Helsti jöklafræðingur landsins, Helgi Björnsson, aftekur það með öllu. Hann telur útlokað að jökulhlaup vegna Bárðarbungu komist austur fyrir Kverkfjöll og í Hálslón.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir engar líkur taldar á að jökulhlaup af svona tagi fari þar yfir og heldur engar sögulegar heimildir um slíkt. Engu að síður sé í hönnunarforsendum Kárahnjúkastíflu gert ráð fyrir að svona flóð geti komið. „Þannig að Kárahnjúkastífla er ekki í hættu, þó að það kæmi svona atburður inn á Kárahnjúkasvæðið," segir Óli Grétar. Þótt Jökulsá á Fjöllum sé núna talinn líklegasti flóðafarvegurinn eru fjórir mögulegir farvegir. Einn þeirra er til suðvesturs, niður í Hágöngulón og Köldukvísl og inn á vatnasvið Þjórsár og Tungnaár. Þar eru sex virkjanir. Óli Grétar segir að Landsvirkjun hafi í varúðarskyni lækkað niður í Hágöngulóni og hleypt vatni niður í Þórisvatn.Frá Hágöngulóni.Mynd/Stöð 2.Svo vill til að almannavarnaæfing í vetur með Landsvirkjun og Landsneti gerði einmitt ráð fyrir stóru hlaupi á þessu svæði vegna eldgoss í Bárðarbungu. Stíflumannvirkin eru hönnuð til að beina stóru hlaupi framhjá Þórisvatni og niður Köldukvísl, og þar með framhjá Vatnsfells-, Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjunum. Við verstu aðstæður, segir Óli Grétar, að lítill hluti Sultartangastíflu, svokallað flóðvar, gæti rofnað. „En við erum tiltölulega rólegir. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og aðrir," segir Óli Grétar.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira