Innlent

Engin ummerki um gos úr lofti

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá skjámynd tekna af vef Mílu, úr vefmyndavél sem snýr að Bárðarbungu.
Hér má sjá skjámynd tekna af vef Mílu, úr vefmyndavél sem snýr að Bárðarbungu.
Vísindamenn um borð í flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, sem flaug yfir Dyngjujökul í dag, sáu engin ummerki um að eldgos sé hafið undir jöklinum. Veðurstofan telur þó enn að lítið hraungos hafi hafist fyrr í dag og sé enn í gangi.

Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, sem er í fjölmiðlateymi Samhæfingarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð, staðfesti í samtali við fréttastofu að einhverjir vísindamenn efuðust um að gos væri hafið undir jöklinum, eftir að hafa flogið þar yfir í dag. Þó er ekki búið að blása viðbúnað af né afskrifa alveg að gos sé hafið.


Tengdar fréttir

Alþjóðaflugið enn opið

Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

International air traffic not affected

International flights still operate to and from Keflavik International Airport, in spite of the eruption in Dyngjujökull glacier, near Bárðarbunga, which started earlier today.

Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.