Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 14:37 Ferðamennirnir voru glaðir í bragði þegar Arngrímur mætti þeim á jöklinum. MYND/ARNGRÍMUR „Ég var að reyna að vekja athygli á því að það vantar skilti til að vara fólk við þeim hættum sem kunna að leynast á jöklinum,“ segir Arngrímur Hermannsson hjá fyrirtækinu Ice Explorer sem í dag birti myndir af ferðalagi fimm manna fjölskyldu upp á Langjökul. Arngrímur mætti fjölskyldunni er hún ók bílaleigubíl sínum eftir jökulbreiðunum í fyrradag en Arngrímur var þá á flytja ferðamannahóp upp á jökulinn. „Ég keyrði beint í flasið á þeim, skrúfaði niður rúðuna og spurði ökumann bílsins hvað hann væri nú að gera. „Am I doing something wrong?“ spurði hann þá á móti,“ segir Arngrímur og útskýrði hann þá fyrir ferðamönnunum að þarna væru hættulegar aðstæður sem þeir væru í þann mund að koma sér í. „Jökullinn er sífelldum breytingum undirorpinn. Eftir þriggja daga samfelldar rigningar er hann orðinn mjög sleipur og við slíkar aðstæður er fátt annað í stöðunni eða vera á vel útbúnum bílum, til að mynda á nagladekkjum eða gaddakeðjum og í fylgd með vönum leiðsögumönnum,“ segir Arngrímur og bætir við að því hafi ekki verið að skipta hjá ferðamönnum. Fjölskyldan á labbi um jökulinn, móðirin aðstoðar börn sín þrjú.MYND/ARNGRÍMURArngrímur hefur áhyggjur af því að við Íslendingar séum að missa tökin á ferðamannastraumnum hingað til lands en útlendingar sem sækja landið heim eru í æ ríkari mæli farnir að ferðast á eigin vegum, þá yfirleitt á bílaleigubílum eins og þessi fjölskylda er til marks um. „Þegar ferðamenn voru í skipulögðum ferðum á vegum ferðaskrifstofa var ekkert mál að halda utan um ferðir þeirra um landið en mig grunar að við séum að missa smá „kontrol“ á þessu núna,“ segir Arngrímur. „Mig grunar að við verðum að setja einhver boð fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma, þó svo að ég sé ekki almennt hrifinn af bönnum, til að koma þeim í skilning um hvar og hvar má ekki ferðast. Ég er ekki svo viss um þessi maður hefði farið áfram ef það hefði verið skilti þarna sem hefði greint frá hættum jökulsins.“ „Þegar ekið er að einbreiðri brú þá er skilti til sem bendir á hættuna af þrengingu vegarins. Ætti slíkt hið sama ekki að eiga við um akstur á jöklum?“ spyr Arngrímur Hermannsson.Bíll á vegum Ice Explorer mætti bílaleigubílnum uppi á Langjökli.MYND/ARNGRÍMUR Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ég var að reyna að vekja athygli á því að það vantar skilti til að vara fólk við þeim hættum sem kunna að leynast á jöklinum,“ segir Arngrímur Hermannsson hjá fyrirtækinu Ice Explorer sem í dag birti myndir af ferðalagi fimm manna fjölskyldu upp á Langjökul. Arngrímur mætti fjölskyldunni er hún ók bílaleigubíl sínum eftir jökulbreiðunum í fyrradag en Arngrímur var þá á flytja ferðamannahóp upp á jökulinn. „Ég keyrði beint í flasið á þeim, skrúfaði niður rúðuna og spurði ökumann bílsins hvað hann væri nú að gera. „Am I doing something wrong?“ spurði hann þá á móti,“ segir Arngrímur og útskýrði hann þá fyrir ferðamönnunum að þarna væru hættulegar aðstæður sem þeir væru í þann mund að koma sér í. „Jökullinn er sífelldum breytingum undirorpinn. Eftir þriggja daga samfelldar rigningar er hann orðinn mjög sleipur og við slíkar aðstæður er fátt annað í stöðunni eða vera á vel útbúnum bílum, til að mynda á nagladekkjum eða gaddakeðjum og í fylgd með vönum leiðsögumönnum,“ segir Arngrímur og bætir við að því hafi ekki verið að skipta hjá ferðamönnum. Fjölskyldan á labbi um jökulinn, móðirin aðstoðar börn sín þrjú.MYND/ARNGRÍMURArngrímur hefur áhyggjur af því að við Íslendingar séum að missa tökin á ferðamannastraumnum hingað til lands en útlendingar sem sækja landið heim eru í æ ríkari mæli farnir að ferðast á eigin vegum, þá yfirleitt á bílaleigubílum eins og þessi fjölskylda er til marks um. „Þegar ferðamenn voru í skipulögðum ferðum á vegum ferðaskrifstofa var ekkert mál að halda utan um ferðir þeirra um landið en mig grunar að við séum að missa smá „kontrol“ á þessu núna,“ segir Arngrímur. „Mig grunar að við verðum að setja einhver boð fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma, þó svo að ég sé ekki almennt hrifinn af bönnum, til að koma þeim í skilning um hvar og hvar má ekki ferðast. Ég er ekki svo viss um þessi maður hefði farið áfram ef það hefði verið skilti þarna sem hefði greint frá hættum jökulsins.“ „Þegar ekið er að einbreiðri brú þá er skilti til sem bendir á hættuna af þrengingu vegarins. Ætti slíkt hið sama ekki að eiga við um akstur á jöklum?“ spyr Arngrímur Hermannsson.Bíll á vegum Ice Explorer mætti bílaleigubílnum uppi á Langjökli.MYND/ARNGRÍMUR
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent