Bestu stundir Robin Williams Álfrún Pálsdóttir og Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2014 08:36 Robin Williams hefur átt farsælan feril á hvíta tjaldinu. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Robin Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gærkvöldi. Williams var 63 ára gamall. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi látist af völdum köfnunar og tekið eigið líf. Fjölmiðlafulltrúi Williams segir að leikarinn hafi átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið, en leikarinn hafði áður rætt og jafnvel grínast um baráttu sína við áfengi og eiturlyfjanotkun. Eiginkona Williams, grafíski hönnuðurinn Susan Schneider, sagðist í tilkynningu vera harmi lostin og biður fjölmiðla um frið á þessum erfiðu tímum. „Þegar hans er minnst, er það von okkar að áherslan verði ekki á dauða Robins, heldur þau ótal skipti sem hann veitti milljónum manna gleði og fékk þá til að hlæja.“ Williams lætur eftir sig þrjú börn úr fyrri hjónaböndum, Zachary, fæddan 1983, Zeldu fædda 1989 og Cody fæddan 1991. Williams og Schneider gengu í hjónaband í október 2011. Williams fæddist í Chicago í Illinois-ríki árið 1951 og stundaði leiklist í menntaskóla. Hann fékk inngöngu í Juilliard-skólann í New York þar sem einn kennaranna hvatti Williams til að leggja grínið fyrir sig. Leikarinn vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína sem geimvera í bandaríska sjónvarpsþættinum Mork and Mindy á áttunda áratugnum, en persónan hafði fyrst komið fram í þáttunum Happy Days. Williams var vinsæll uppistandari og kom fram í kvikmyndum á borð við Dead Poets Society, Good Morning Vietnam, Hook, Mrs Doubtfire, Jumanji og Good Will Hunting, en Williams hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir síðastnefndu myndina árið 1998. Þá ljáði hann einnig andanum rödd sína í teiknimyndum Disney um Aladdin.Hér má sjá Williams í þeim fjölmörgu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér á hvíta tjaldinu og nokkuð ljóst að leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. Fyrsta uppistand Robin Williams á sjónvarpsstöðinni HBO árið 1977. Williams vakti lukku í spjallþætti Johnny Carson árið 1981. Robin Williams kom sá og sigraði í aðalhlutverki í myndinni Good Morning, Vietnam sem kom út árið 1987. Hér má sjá nokkrar góðar senur úr myndinni. Í hlutverki sínu í myndinni Dead Poets Society sem kom út árið 1989. Það muna margir eftir Williams í gervi barnfóstrunnar í myndinni Mrs. Doubtfire frá árinu 1993. Stjörnuleikur Williams á móti Matt Damon í myndinni Good Will Hunting frá árinu 1997. Myndin Flubber kom árið 1997 en fékk blendna gagnrýni. Williams fékk heiðursverðlaun á Comedy Awards árið 2012. Robin Williams talaði fyrir andann í teiknimyndinni Aladdin sem kom út árið 1992. Tengdar fréttir Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22 Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn Robin Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gærkvöldi. Williams var 63 ára gamall. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi látist af völdum köfnunar og tekið eigið líf. Fjölmiðlafulltrúi Williams segir að leikarinn hafi átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið, en leikarinn hafði áður rætt og jafnvel grínast um baráttu sína við áfengi og eiturlyfjanotkun. Eiginkona Williams, grafíski hönnuðurinn Susan Schneider, sagðist í tilkynningu vera harmi lostin og biður fjölmiðla um frið á þessum erfiðu tímum. „Þegar hans er minnst, er það von okkar að áherslan verði ekki á dauða Robins, heldur þau ótal skipti sem hann veitti milljónum manna gleði og fékk þá til að hlæja.“ Williams lætur eftir sig þrjú börn úr fyrri hjónaböndum, Zachary, fæddan 1983, Zeldu fædda 1989 og Cody fæddan 1991. Williams og Schneider gengu í hjónaband í október 2011. Williams fæddist í Chicago í Illinois-ríki árið 1951 og stundaði leiklist í menntaskóla. Hann fékk inngöngu í Juilliard-skólann í New York þar sem einn kennaranna hvatti Williams til að leggja grínið fyrir sig. Leikarinn vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína sem geimvera í bandaríska sjónvarpsþættinum Mork and Mindy á áttunda áratugnum, en persónan hafði fyrst komið fram í þáttunum Happy Days. Williams var vinsæll uppistandari og kom fram í kvikmyndum á borð við Dead Poets Society, Good Morning Vietnam, Hook, Mrs Doubtfire, Jumanji og Good Will Hunting, en Williams hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir síðastnefndu myndina árið 1998. Þá ljáði hann einnig andanum rödd sína í teiknimyndum Disney um Aladdin.Hér má sjá Williams í þeim fjölmörgu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér á hvíta tjaldinu og nokkuð ljóst að leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. Fyrsta uppistand Robin Williams á sjónvarpsstöðinni HBO árið 1977. Williams vakti lukku í spjallþætti Johnny Carson árið 1981. Robin Williams kom sá og sigraði í aðalhlutverki í myndinni Good Morning, Vietnam sem kom út árið 1987. Hér má sjá nokkrar góðar senur úr myndinni. Í hlutverki sínu í myndinni Dead Poets Society sem kom út árið 1989. Það muna margir eftir Williams í gervi barnfóstrunnar í myndinni Mrs. Doubtfire frá árinu 1993. Stjörnuleikur Williams á móti Matt Damon í myndinni Good Will Hunting frá árinu 1997. Myndin Flubber kom árið 1997 en fékk blendna gagnrýni. Williams fékk heiðursverðlaun á Comedy Awards árið 2012. Robin Williams talaði fyrir andann í teiknimyndinni Aladdin sem kom út árið 1992.
Tengdar fréttir Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22 Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42 Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22
Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42