Bestu stundir Robin Williams Álfrún Pálsdóttir og Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2014 08:36 Robin Williams hefur átt farsælan feril á hvíta tjaldinu. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Robin Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gærkvöldi. Williams var 63 ára gamall. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi látist af völdum köfnunar og tekið eigið líf. Fjölmiðlafulltrúi Williams segir að leikarinn hafi átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið, en leikarinn hafði áður rætt og jafnvel grínast um baráttu sína við áfengi og eiturlyfjanotkun. Eiginkona Williams, grafíski hönnuðurinn Susan Schneider, sagðist í tilkynningu vera harmi lostin og biður fjölmiðla um frið á þessum erfiðu tímum. „Þegar hans er minnst, er það von okkar að áherslan verði ekki á dauða Robins, heldur þau ótal skipti sem hann veitti milljónum manna gleði og fékk þá til að hlæja.“ Williams lætur eftir sig þrjú börn úr fyrri hjónaböndum, Zachary, fæddan 1983, Zeldu fædda 1989 og Cody fæddan 1991. Williams og Schneider gengu í hjónaband í október 2011. Williams fæddist í Chicago í Illinois-ríki árið 1951 og stundaði leiklist í menntaskóla. Hann fékk inngöngu í Juilliard-skólann í New York þar sem einn kennaranna hvatti Williams til að leggja grínið fyrir sig. Leikarinn vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína sem geimvera í bandaríska sjónvarpsþættinum Mork and Mindy á áttunda áratugnum, en persónan hafði fyrst komið fram í þáttunum Happy Days. Williams var vinsæll uppistandari og kom fram í kvikmyndum á borð við Dead Poets Society, Good Morning Vietnam, Hook, Mrs Doubtfire, Jumanji og Good Will Hunting, en Williams hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir síðastnefndu myndina árið 1998. Þá ljáði hann einnig andanum rödd sína í teiknimyndum Disney um Aladdin.Hér má sjá Williams í þeim fjölmörgu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér á hvíta tjaldinu og nokkuð ljóst að leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. Fyrsta uppistand Robin Williams á sjónvarpsstöðinni HBO árið 1977. Williams vakti lukku í spjallþætti Johnny Carson árið 1981. Robin Williams kom sá og sigraði í aðalhlutverki í myndinni Good Morning, Vietnam sem kom út árið 1987. Hér má sjá nokkrar góðar senur úr myndinni. Í hlutverki sínu í myndinni Dead Poets Society sem kom út árið 1989. Það muna margir eftir Williams í gervi barnfóstrunnar í myndinni Mrs. Doubtfire frá árinu 1993. Stjörnuleikur Williams á móti Matt Damon í myndinni Good Will Hunting frá árinu 1997. Myndin Flubber kom árið 1997 en fékk blendna gagnrýni. Williams fékk heiðursverðlaun á Comedy Awards árið 2012. Robin Williams talaði fyrir andann í teiknimyndinni Aladdin sem kom út árið 1992. Tengdar fréttir Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22 Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42 Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn Robin Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gærkvöldi. Williams var 63 ára gamall. Að sögn lögreglu virðist sem hann hafi látist af völdum köfnunar og tekið eigið líf. Fjölmiðlafulltrúi Williams segir að leikarinn hafi átt við alvarlegt þunglyndi að stríða um nokkurt skeið, en leikarinn hafði áður rætt og jafnvel grínast um baráttu sína við áfengi og eiturlyfjanotkun. Eiginkona Williams, grafíski hönnuðurinn Susan Schneider, sagðist í tilkynningu vera harmi lostin og biður fjölmiðla um frið á þessum erfiðu tímum. „Þegar hans er minnst, er það von okkar að áherslan verði ekki á dauða Robins, heldur þau ótal skipti sem hann veitti milljónum manna gleði og fékk þá til að hlæja.“ Williams lætur eftir sig þrjú börn úr fyrri hjónaböndum, Zachary, fæddan 1983, Zeldu fædda 1989 og Cody fæddan 1991. Williams og Schneider gengu í hjónaband í október 2011. Williams fæddist í Chicago í Illinois-ríki árið 1951 og stundaði leiklist í menntaskóla. Hann fékk inngöngu í Juilliard-skólann í New York þar sem einn kennaranna hvatti Williams til að leggja grínið fyrir sig. Leikarinn vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína sem geimvera í bandaríska sjónvarpsþættinum Mork and Mindy á áttunda áratugnum, en persónan hafði fyrst komið fram í þáttunum Happy Days. Williams var vinsæll uppistandari og kom fram í kvikmyndum á borð við Dead Poets Society, Good Morning Vietnam, Hook, Mrs Doubtfire, Jumanji og Good Will Hunting, en Williams hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir síðastnefndu myndina árið 1998. Þá ljáði hann einnig andanum rödd sína í teiknimyndum Disney um Aladdin.Hér má sjá Williams í þeim fjölmörgu hlutverkum sem hann hefur tekið að sér á hvíta tjaldinu og nokkuð ljóst að leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. Fyrsta uppistand Robin Williams á sjónvarpsstöðinni HBO árið 1977. Williams vakti lukku í spjallþætti Johnny Carson árið 1981. Robin Williams kom sá og sigraði í aðalhlutverki í myndinni Good Morning, Vietnam sem kom út árið 1987. Hér má sjá nokkrar góðar senur úr myndinni. Í hlutverki sínu í myndinni Dead Poets Society sem kom út árið 1989. Það muna margir eftir Williams í gervi barnfóstrunnar í myndinni Mrs. Doubtfire frá árinu 1993. Stjörnuleikur Williams á móti Matt Damon í myndinni Good Will Hunting frá árinu 1997. Myndin Flubber kom árið 1997 en fékk blendna gagnrýni. Williams fékk heiðursverðlaun á Comedy Awards árið 2012. Robin Williams talaði fyrir andann í teiknimyndinni Aladdin sem kom út árið 1992.
Tengdar fréttir Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22 Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42 Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22
Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”