Lífið

Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hlýtt var á milli feðginanna.
Hlýtt var á milli feðginanna. Mynd/today.com
 Zelda Williams, dóttir Robins Williams sem lést í gær, minntist föður síns með hjartnæmum skilaboðum á Instagram í dag. Deildi hún tilvitnun í Litla prinsinn, bók eftir Antoine De Saint-Exupery með rúmlega fjörutíu þúsund fylgjendum sínum.

Á ensku hljómar tilvitnunin á eftirfarandi hátt: „You - you alone will have the stars as no one else has them... In one of the stars I shall be living. In one of them I shall be laughing.“ Í lauslegri þýðingu: „Þú – þú munt einn eiga stjörnurnar eins og enginn annar. Í einni af stjörnunum mun ég búa. Í einni af stjörnunum mun ég hlæja. Og þá verður það sem allar stjörnurnar hlæi, þegar þú horfir á næturhimininn. Þú, aðeins þú, munt eiga stjörnur sem geta hlegið.“

Á eftir tilvitnuninni skrifaði Zelda persónuleg skilaboð til föður síns heitins: „Ég elska þig. Ég sakna þín. Ég skal reyna að halda áfram að bera höfuðið hátt. Z.“ 

Síðasta Instagram mynd leikarans sem lést í gær var einmitt mynd af honum ásamt dóttur sinni. Þar sendir hann dóttur sinni afmæliskveðju og lét svarthvíta mynd af þeim fylgja með. „#tbt og hamingjuóskir með afmælið fröken Zelda Rae Williams! Fjórðungsaldar gömul í dag en verður alltaf litla stelpan mín. Til hamingju með afmælið @zeldawilliams Elska þig!“

Robin Williams fannst látinn í gær á heimili sínu. Allt bendir til þess að um sjálfsmorð hafi verið að ræða en rannsókn á láti leikarans er hafin. Williams var aðeins 63 ára að aldri og á að baki farsælan feril í kvikmyndum.

Hér má sjá kveðju Zeldu til föður síns: Síðustu skilaboð Robin Williams á Instagram eru tileinkuð dóttur hans:

Tengdar fréttir

Robin Williams látinn

Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×