Vigdís segir fyrri stjórn hafa forgangsraðað gæluverkefnum Heimir Már Pétursson skrifar 12. ágúst 2014 13:48 Vigdís Hauksdóttir. vísir/stefán Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir þingmönnum fyrri ríkisstjórnar ekki fara vel að gagnrýna núverandi stjórn vegna fjárveitinga til heilbrigðismála. Fyrri stjórn hefði skorið niður um ellefu milljarða til heilbrigðismála en á sama tíma stofnað til gæluverkefna eins og embættis Umboðsmanns skuldara. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði í Bítínu á Bylgjunni í morgun að landsmenn hefðu fundið fyrir því á eigin skinni að ríkisstjórnarskipti hefðu orðið fyrir rúmu ári. Mikill viðsnúningur hefði átt sér stað í ríkisfjármálum á þessum tíma. „Enda voru markmiðin skýr og það var forgangsraðað í þágu þjóðarinnar og almannahagsmuna. Það er það sem við erum að gera og það var kannski mjög bratt, segja sumir, með það markmið að skila hallalausum fjárlögum. Það verður enginn afsláttur gefinn af því og fjárlög ársins 2014 verða hallalaus, sama hvað gengur ár,“ sagði Vigdís í Bítinu. Vigdís gagnrýndi þær stofnanir sérstaklega sem fengið hefðu aukin fjárframlög á yfirstandandi fjárlagaári, eins og Landsspítalann og lögregluembættin en færu samt fram úr fjárlagaheimildum eins og fram hefði komið undanfarna daga. Það verði að rjúfa þá hefð að stofnanir fari fram úr fjárheimildum og slá í borðið. Hún gæfi lítið fyrir gagnrýni Oddnýar Harðardóttur fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmanns Samfylkingarinnar á núverandi ríkisstjórn. „Þeir skáru niður 11 milljarða til heilbrigðisstofnana. Við veittum fyrsta árið okkar í ríkisstjórn tæplega 10 milljörðum króna þarna inn í fyrra,“ segir Vigdís. Þegar Heimir Karlsson minnti hana á að það hefði orðið hrun svaraði hún. „Þetta eru akkúrat Samfylkingarrökin, hér varð hrun.“ Síðasta ríkisstjórn hefði verið með ranga forgangsröðun. „Hefði síðasta ríkisstjórn ekki farið í þessi gæluverkefni sem var farið í, ég nefni stjórnlagaþingið, ESB umsóknina, Umboðsmann skuldara og fleiri verkefni sem farið var, það var ekki forgangsraðað í þágu þjóðarinnar eða heilbrigðisþjónustu á síðasta kjörtímabili og ég fullyrði að ef það hefði verið gert værum við komin tveimur árum framar í batanum,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í Bítinu á Bylgjunni. Verkefni umboðsmanns Alþingis hefðu alveg eins getað verið inni í bankakerfinu, enda hefði hvert mál umboðsmanns skuldara kostað ríkissjóð um 16 milljónir króna samkvæmt útreikningum Lilju Mósesdóttur fyrrverandi þingmanns. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir þingmönnum fyrri ríkisstjórnar ekki fara vel að gagnrýna núverandi stjórn vegna fjárveitinga til heilbrigðismála. Fyrri stjórn hefði skorið niður um ellefu milljarða til heilbrigðismála en á sama tíma stofnað til gæluverkefna eins og embættis Umboðsmanns skuldara. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði í Bítínu á Bylgjunni í morgun að landsmenn hefðu fundið fyrir því á eigin skinni að ríkisstjórnarskipti hefðu orðið fyrir rúmu ári. Mikill viðsnúningur hefði átt sér stað í ríkisfjármálum á þessum tíma. „Enda voru markmiðin skýr og það var forgangsraðað í þágu þjóðarinnar og almannahagsmuna. Það er það sem við erum að gera og það var kannski mjög bratt, segja sumir, með það markmið að skila hallalausum fjárlögum. Það verður enginn afsláttur gefinn af því og fjárlög ársins 2014 verða hallalaus, sama hvað gengur ár,“ sagði Vigdís í Bítinu. Vigdís gagnrýndi þær stofnanir sérstaklega sem fengið hefðu aukin fjárframlög á yfirstandandi fjárlagaári, eins og Landsspítalann og lögregluembættin en færu samt fram úr fjárlagaheimildum eins og fram hefði komið undanfarna daga. Það verði að rjúfa þá hefð að stofnanir fari fram úr fjárheimildum og slá í borðið. Hún gæfi lítið fyrir gagnrýni Oddnýar Harðardóttur fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmanns Samfylkingarinnar á núverandi ríkisstjórn. „Þeir skáru niður 11 milljarða til heilbrigðisstofnana. Við veittum fyrsta árið okkar í ríkisstjórn tæplega 10 milljörðum króna þarna inn í fyrra,“ segir Vigdís. Þegar Heimir Karlsson minnti hana á að það hefði orðið hrun svaraði hún. „Þetta eru akkúrat Samfylkingarrökin, hér varð hrun.“ Síðasta ríkisstjórn hefði verið með ranga forgangsröðun. „Hefði síðasta ríkisstjórn ekki farið í þessi gæluverkefni sem var farið í, ég nefni stjórnlagaþingið, ESB umsóknina, Umboðsmann skuldara og fleiri verkefni sem farið var, það var ekki forgangsraðað í þágu þjóðarinnar eða heilbrigðisþjónustu á síðasta kjörtímabili og ég fullyrði að ef það hefði verið gert værum við komin tveimur árum framar í batanum,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í Bítinu á Bylgjunni. Verkefni umboðsmanns Alþingis hefðu alveg eins getað verið inni í bankakerfinu, enda hefði hvert mál umboðsmanns skuldara kostað ríkissjóð um 16 milljónir króna samkvæmt útreikningum Lilju Mósesdóttur fyrrverandi þingmanns.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira