Silfurreynirinn fær að standa: "Sem betur fer tóku borgaryfirvöld við sér“ Bjarki Ármannsson skrifar 14. ágúst 2014 11:59 Einar Kristinn og Ylfa Dögg Árnadóttir stóðu vörð um silfurreyninn. Vísir/Vilhelm „Við erum sátt með þetta fyrirkomulag,“ segir Eiríkur Kristinn Jónsson, einn íbúa við Grettisgötu. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur ákveðið að 106 ára silfurreynir, sem til stóð að fella vegna hótelbyggingar á Laugavegi, fái að standa.RÚV greindi frá því í gær að málamiðlunartillaga eiganda lóðarinnar sem tréð stendur á hefði verið samþykkt af borgaryfirvöldum. Borgin mun finna tveimur friðuðum húsum á lóðinni nýjan samastað og tréð fær að standa óáreitt. Í staðinn verður hluti nýbyggingarinnar við Laugaveg hækkaður um eina hæð. „Það hefur svosem ekki beint áhrif á skuggavarp á okkar svæði,“ segir Eiríkur. „Ekki eins og það hefði gert að færa þessi tvö hús framfyrir.“ Eiríkur er einn þeirra íbúa Grettisgötu sem vöktu hvað mesta athygli á fyrirhugaðri fellingu reynitrésins. Staðið var fyrir undirskriftasöfnum og tónleikum í götunni í júní til að mótmæla áformunum. „Eftir að það var búið að halda þessa tónleika og svoleiðis, þá var eiginlega búið að gera allt sem hægt var að gera,“ segir Eiríkur. „Eftir það var þetta í höndum borgarinnar. Sem betur fer tóku þau við sér og gerðu eitthvað í stað þess að láta þetta bara fara í gegn.“ Eiríkur segir almenna sátt meðal íbúa götunnar með að tréð fái að standa og að huggulegur garður verði á lóðinni þegar húsin tvö verða færð. „Svo er það annað mál svosem, hvað á að vera mikið af hótelbyggingum hérna í miðbænum,“ segir hann að lokum. „Það eru svona átta hótel milli Frakkastígs og Klapparstígs fyrir. Maður hugsar, hvernig ætli þetta líti út að vetri til þegar öll þessi hótel eru hálflokuð.“ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti málamiðlunartillögu eiganda lóðarinnar sem tréð stendur á við Grettisgötu 17 en húsið þar auk bakhúss við Laugveg eru friðuð og mun borgin taka þau yfir og flytja burt. Verulegur kostnaður mun falla á borgina vegna þess, segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis-og skipulagssviðs en enn er ekki komið í ljós hvað kostnaðartölur hljóða upp á. Nýja hótelið við Laugaveg sem verður byggt mun fá að byggja eina hæð til viðbótar og því verður ekki það gríðarlega rask fyrir íbúana því brjóta hefði þurft upp undir húsunum vegna hótelbyggingarnnar samkvæmt upphaflegum áfrormum. Tengdar fréttir Íbúarnir ætla að standa vörð um 100 ára silfurreyni Útlit er fyrir að rúmlega 100 ára silfurreynir verði felldur vegna hótelbyggingar milli Laugavegs og Grettisgötu. Íbúar í grenndinni hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla framkvæmdum á svæðinu. 3. júní 2014 11:00 „Þetta skipulag mun auðsjáanlega rýra lífsgæði okkar“ Íbúar við Grettisgötu ætla efna til samstöðufundar í dag klukkan tvö undir yfirskriftinni "Stoppum framkvæmdir við Grettisgötu 17“. 7. júní 2014 11:22 „Þetta er rammpólitískt“ Hópur fólks kom saman á samstöðufundi á Grettisgötu í dag til að standa vörð um rúmlega hundrað ára gamlan silfurreyni á Grettisgötu 17, sem á að fella ef áætlanir um hótelbyggingu ná fram að ganga. 7. júní 2014 19:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
„Við erum sátt með þetta fyrirkomulag,“ segir Eiríkur Kristinn Jónsson, einn íbúa við Grettisgötu. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur ákveðið að 106 ára silfurreynir, sem til stóð að fella vegna hótelbyggingar á Laugavegi, fái að standa.RÚV greindi frá því í gær að málamiðlunartillaga eiganda lóðarinnar sem tréð stendur á hefði verið samþykkt af borgaryfirvöldum. Borgin mun finna tveimur friðuðum húsum á lóðinni nýjan samastað og tréð fær að standa óáreitt. Í staðinn verður hluti nýbyggingarinnar við Laugaveg hækkaður um eina hæð. „Það hefur svosem ekki beint áhrif á skuggavarp á okkar svæði,“ segir Eiríkur. „Ekki eins og það hefði gert að færa þessi tvö hús framfyrir.“ Eiríkur er einn þeirra íbúa Grettisgötu sem vöktu hvað mesta athygli á fyrirhugaðri fellingu reynitrésins. Staðið var fyrir undirskriftasöfnum og tónleikum í götunni í júní til að mótmæla áformunum. „Eftir að það var búið að halda þessa tónleika og svoleiðis, þá var eiginlega búið að gera allt sem hægt var að gera,“ segir Eiríkur. „Eftir það var þetta í höndum borgarinnar. Sem betur fer tóku þau við sér og gerðu eitthvað í stað þess að láta þetta bara fara í gegn.“ Eiríkur segir almenna sátt meðal íbúa götunnar með að tréð fái að standa og að huggulegur garður verði á lóðinni þegar húsin tvö verða færð. „Svo er það annað mál svosem, hvað á að vera mikið af hótelbyggingum hérna í miðbænum,“ segir hann að lokum. „Það eru svona átta hótel milli Frakkastígs og Klapparstígs fyrir. Maður hugsar, hvernig ætli þetta líti út að vetri til þegar öll þessi hótel eru hálflokuð.“ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti málamiðlunartillögu eiganda lóðarinnar sem tréð stendur á við Grettisgötu 17 en húsið þar auk bakhúss við Laugveg eru friðuð og mun borgin taka þau yfir og flytja burt. Verulegur kostnaður mun falla á borgina vegna þess, segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis-og skipulagssviðs en enn er ekki komið í ljós hvað kostnaðartölur hljóða upp á. Nýja hótelið við Laugaveg sem verður byggt mun fá að byggja eina hæð til viðbótar og því verður ekki það gríðarlega rask fyrir íbúana því brjóta hefði þurft upp undir húsunum vegna hótelbyggingarnnar samkvæmt upphaflegum áfrormum.
Tengdar fréttir Íbúarnir ætla að standa vörð um 100 ára silfurreyni Útlit er fyrir að rúmlega 100 ára silfurreynir verði felldur vegna hótelbyggingar milli Laugavegs og Grettisgötu. Íbúar í grenndinni hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla framkvæmdum á svæðinu. 3. júní 2014 11:00 „Þetta skipulag mun auðsjáanlega rýra lífsgæði okkar“ Íbúar við Grettisgötu ætla efna til samstöðufundar í dag klukkan tvö undir yfirskriftinni "Stoppum framkvæmdir við Grettisgötu 17“. 7. júní 2014 11:22 „Þetta er rammpólitískt“ Hópur fólks kom saman á samstöðufundi á Grettisgötu í dag til að standa vörð um rúmlega hundrað ára gamlan silfurreyni á Grettisgötu 17, sem á að fella ef áætlanir um hótelbyggingu ná fram að ganga. 7. júní 2014 19:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Íbúarnir ætla að standa vörð um 100 ára silfurreyni Útlit er fyrir að rúmlega 100 ára silfurreynir verði felldur vegna hótelbyggingar milli Laugavegs og Grettisgötu. Íbúar í grenndinni hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla framkvæmdum á svæðinu. 3. júní 2014 11:00
„Þetta skipulag mun auðsjáanlega rýra lífsgæði okkar“ Íbúar við Grettisgötu ætla efna til samstöðufundar í dag klukkan tvö undir yfirskriftinni "Stoppum framkvæmdir við Grettisgötu 17“. 7. júní 2014 11:22
„Þetta er rammpólitískt“ Hópur fólks kom saman á samstöðufundi á Grettisgötu í dag til að standa vörð um rúmlega hundrað ára gamlan silfurreyni á Grettisgötu 17, sem á að fella ef áætlanir um hótelbyggingu ná fram að ganga. 7. júní 2014 19:15