Afar umdeilt hvort sníkillinn hafi áhrif á hegðun fólks Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2014 22:47 Magnús Karl segir rannsóknir sem sýna fram á áhrif sníkilsins á mannfólk í besta falli umdeildar. Vísir/GETTY/DANÍEL „Þetta er afar athyglisverður sníkill og þar erum við forsætisráðherra sammála,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands um toxoplasma-sníkilinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti athygli á í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsætisráðherra ræddi þar við þáttarstjórnendur um matvælaöryggi og varaði hann við mögulegum afleiðingum þess að aflétta verndartollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. „Það er til að mynda til veira sem veldur því að hegðun fólks breytist. Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað það hvort að þetta kunni að vera að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ sagði Sigmundur og átti þar við hinn svokallaða toxoplasma. Hann bætti síðar við að Íslendingar væru þó nokkuð „óhultir fyrir þessu kvikindi.“ „Í fyrsta lagi er toxoplasmi líka á Íslandi eins og á flestum öðrum stöðum í heiminum, þó svo að tíðni hans sé kannski minni hér en í sumum löndum, til að mynda Suður-Evrópu,“ segir Magnús Karl í samtali við Vísi og bætir við að sníkilinn sé afar athyglisverður. Hann geti borist í menn úr fæðu en að kattardýr séu aðalberar hans, það er sá hýsill sem sníkillinn þarf að komast í til að klára lífshlaup sitt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að toxoplasminn geti breytt hegðun nagdýra. Til að mynda hafi hann eytt eðlislægum ótta sýktra rottna við ketti. „En hefur hann áhrif á fólk? Það er mjög umdeild skoðun, þó svo að það séu rannsóknir til staðar sem hafa gefið vísbendingar í þátt átt,“ segir Magnús. „Áhrifin eru þó afar óljós og rannsóknirnar, sem sýnt hafa fram á áhrif á mannfólk, eru í besta falli umdeildar.“ Meint áhrif af neyslu sýktra landbúnaðarafurða séu áhugaverð, en óstaðfest. „Þau benda alla vega ekki til þess að við ættum að óttast breytingar í stefnu okkar í landbúnaðarmálum,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor. Tengdar fréttir Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
„Þetta er afar athyglisverður sníkill og þar erum við forsætisráðherra sammála,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands um toxoplasma-sníkilinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vakti athygli á í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsætisráðherra ræddi þar við þáttarstjórnendur um matvælaöryggi og varaði hann við mögulegum afleiðingum þess að aflétta verndartollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. „Það er til að mynda til veira sem veldur því að hegðun fólks breytist. Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað það hvort að þetta kunni að vera að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ sagði Sigmundur og átti þar við hinn svokallaða toxoplasma. Hann bætti síðar við að Íslendingar væru þó nokkuð „óhultir fyrir þessu kvikindi.“ „Í fyrsta lagi er toxoplasmi líka á Íslandi eins og á flestum öðrum stöðum í heiminum, þó svo að tíðni hans sé kannski minni hér en í sumum löndum, til að mynda Suður-Evrópu,“ segir Magnús Karl í samtali við Vísi og bætir við að sníkilinn sé afar athyglisverður. Hann geti borist í menn úr fæðu en að kattardýr séu aðalberar hans, það er sá hýsill sem sníkillinn þarf að komast í til að klára lífshlaup sitt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að toxoplasminn geti breytt hegðun nagdýra. Til að mynda hafi hann eytt eðlislægum ótta sýktra rottna við ketti. „En hefur hann áhrif á fólk? Það er mjög umdeild skoðun, þó svo að það séu rannsóknir til staðar sem hafa gefið vísbendingar í þátt átt,“ segir Magnús. „Áhrifin eru þó afar óljós og rannsóknirnar, sem sýnt hafa fram á áhrif á mannfólk, eru í besta falli umdeildar.“ Meint áhrif af neyslu sýktra landbúnaðarafurða séu áhugaverð, en óstaðfest. „Þau benda alla vega ekki til þess að við ættum að óttast breytingar í stefnu okkar í landbúnaðarmálum,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor.
Tengdar fréttir Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir mikil tækifæri felast í því að viðhalda heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða og telur glapræði að aflétta tollum á innflutt matvæli. 14. ágúst 2014 18:30