Innlent

Alvarlegt vinnuslys: Féll tíu metra

Gissur Sigurðsson skrifar
Maðurinn var fluttur á slysadeild.
Maðurinn var fluttur á slysadeild. Vísir/Pjetur
Alvarlegt vinnuslys varð um klukkan hálf tíu í morgun þegar maður féll ofan af þaki húss við Stórhöfða í Reykjavík. Hann var við vinnu á þakinu þegar hann féll að minnsta kosti tíu metra og lenti á malbikuðu plani.

Hann var fluttur með sjúkarabíl á slysadeild og er þar í aðgerð þannig að ekki fást nánari upplýsingar um líðan hans. Lögreglumenn og fulltrúar Vinnueftirlitsins eru á vettvangi að rannsaka tildrög slyssins.

Uppfært 11:50

Maðurinn var í alvarlegu ástandi við komuna á bráðamóttöku, með höfuðáverka og innvortis blæðingar. Samkvæmt vakthafandi lækni er hann nú í stöðugu ástandi og hefur verið lagður inn á gjörgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×