Innlent

Tíu ára gaf verðlaunaféð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Howard Brown afhendir UNICEF þúsundkallana sjötíu.
Howard Brown afhendir UNICEF þúsundkallana sjötíu. Mynd/Unicef
Howard Brown, nemandi í Alþjóðaskólanum í Reykjavík, vann til verðlauna í kvikmyndasamkeppni á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna á dögunum. Myndin hans Howards fjallaði um hans daglega líf á Íslandi eins og lesa má nánar um hér (PDF).

Stærstan hluta verðlaunafjárins, 70 þúsund krónur, gaf Howard til neyðarhjálpar UNICEF á Gasa. Þá keypti hann sér einn pakka af Legó auk þess sem hann gaf bróður sínum hluta upphæðarinnar.

Á heimasíðu UNICEF á Íslandi er Howard þakkað kærlega fyrir framlag sitt og minnt á að senda má skilaboðin UNICEF í númerið 1900 og gefa þannig 1.500 krónur til hjálparstarfsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×