Innlent

Nýr stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands

Gunnar Atli Gunnarsson skrifar
Björn Zoega.
Björn Zoega. Vísir/Anton
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, mun í dag skipa Björn Zoega sem nýjan stjórnarformann Sjúkratrygginga Íslands.

Björn lét af störfum sem forstjóri Landspítalans í september á síðasta ári þar sem hann taldi stjórnvöld hafa gengið of langt í niðurskurðaraðgerðum á spítalanum.

Skipunartíma fráfarandi stjórnar lýkur í þessum mánuði en Dagný Brynjólfsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Björn gegnir einnig stöðu framkvæmdastjóra Nextcode auk þess að vera formaður Vals.

Uppfært klukkan 13:00

Greint hefur verið frá tíðindunum á vef ráðuneytisins. Stjórnin er þannig skipuð í heild sinni.

Björn Zoega, bæklunarskurðlæknir, formaður

Varamaður:  Stefán Þórarinsson, læknir,

Berglind Hallgrímsdóttir, verkfræðingur

Varamaður: Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi

Helga Tatiana Zharov, lögfræðingur

Varamaður:  Guðjón Bjarni Hálfdánarson, lögfræðingur

Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur,

Varamaður: Vífill Karlsson, hagfræðingur

Birna Kr. Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Varamaður: Valgerður Sveinsdóttir,lyfjafræðingur


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×