Innlent

Siðareglur fyrri ríkisstjórnar enn í gildi

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigmundur spyr umboðsmann á móti hvort hann hafi sett sér siðareglur.
Sigmundur spyr umboðsmann á móti hvort hann hafi sett sér siðareglur. Vísir/Daníel
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur ekki sett sér nýjar siðareglur fyrir ráðherra og lítur svo á að siðareglur fyrri ríkisstjórnar, frá árinu 2011, séu enn í gildi.

Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, frá því fyrr í mánuðinum. Þar var ráðherra inntur eftir afstöðu sinnar til siðareglna ráðherra og hvort ríkisstjórn hans hefði sett sér nýjar reglur sérstaklega.

Sigmundur segir að með meginbreytingum á stjórnarráðslögum sé ekki gerð lagaleg krafa til þess að hver ríkisstjórn setji sér eða staðfesti siðareglur sérstaklega.

Í svari Sigmundar, sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan, segir að ekki sé ólíklegt að ráðist verði í breytingar á þessum reglum. Hann líkur máli sínu á því að spyrja hvort settar hafi verið siðareglur fyrir embætti umboðsmanns Alþingis og hvort mögulegt sé að fá aðgang að þeim, þar sem leita þurfi vandlega fyrirmynda sem víðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×