Innlent

Þakklát fyrir að hann er á lífi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ragnar Egilsson lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í lok júnímánaðar á þessu ári. Ragnar hálsbrotnaði og marðist illa á mænu og hafði slysið hafði þær afleiðingar að Ragnar er lamaður fyrir neðan háls. Hann hefur því þurft að hafa mikið fyrir lífinu síðan.

Helga Arnardóttir, móðursystir Ragnars, segir fjölskylduna þakkláta fyrir að Ragnar sé á lífi og að húmorinn fleyti honum ansi langt í þessu erfiða ferli.

„Hann hefur alltaf unnið erfiðisvinnu og er kraftalegur strákur. Ægilegur húmoristi og það hefur alveg skinið hérna í gegn. Þó hann væri hundveikur þá var hann að fíflast í okkur,“ segir Helga.

Ragnar liggur nú á lungnadeild Landspítalans en áður en hann útskrifaðist fór hann í sjö hjartastopp og þurfti að fá gangráð. Hann er faðir eins árs tvíbura og segir Helga slysið hafa tekið virkilega á fjölskylduna. „Þetta er bara hryllingur. Það er bara þannig. En ef hann getur þetta þá getum við þetta,“ segir Helga.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé hann í dag sitjandi uppréttan í rúminu. Það var ótrúleg stund.“

Ísland í dag hitti Helgu Arnardóttur, móðursystur Ragnars. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×