Innlent

Myndasyrpa: Æðarkolla reyndi að drekkja kríuunga

Bjarki Ármannsson skrifar
Mynd/Elma Ben
„Hún var alveg snar,“ segir Elma Rún Benediktsdóttir áhugaljósmyndari um æðarkolluna sem hún festi á filmu í Kollafirði nú á dögunum. Æðarkollan gerði atlögu að kríuunga sem var þar á sveimi og reyndi að drekkja honum. 

Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segist ekki þekkja dæmi um að æðarfuglar ráðist gegn kríum á þennan hátt. Hins vegar ráðist þeir stundum gegn mávum, sem drepa unga æðarfugla, og nái jafnvel að drekkja þeim.

„Æðarfuglar eiga ekkert sökótt við kríur,“ segir Ólafur. „Þetta er einhvers konar uppsöfnuð reiði sem brýst út þegar hún fær færi á einhverju sem líkist mávi. Þótt krían sé miklu minni en mávar er þetta skyldur fugl og sköpulagið kannski ekkert ósvipað.“

Að sögn Elmu sat hún í um fimm tíma og beið við tjarnirnar í Kollafirði áður en hún náði þessum stórmerkilegu myndum sem sjá má að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×