Tinna skírði frumburðinn: Föndraði skírnarkertið sjálf Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 12:30 Veðrið lék við mæðgurnar á skírnardaginn. Myndir/KJ photography „Undirbúningurinn fólst aðallega í því að fá hugmyndir á netinu og notaðist ég mikið við Pinterest,“ segir blaðakonan Tinna Alavis. Hún og hennar heittelskaði, Unnar Bergþórsson, skírðu frumburðinn þann 10. ágúst síðastliðinn og fékk litla hnátan nafnið Ísabella Birta. Tinna segist hafa fengið góða aðstoð frá fjölskyldu sinni við að undirbúa skírnarveisluna en veislan var afar stílhrein og falleg. „Ég valdi frekar rómantískan stíl og hlýja litatóna á skírnarborðið. Ég skreytti skírnarborðið til dæmis með bleikum liljum, spiladós og hringekju sem ég verslaði í Kjólar & Konfekt á Laugaveginum. Skírnarkertið föndraði ég sjálf. Ég notaði einnig glervörur frá iittala sem skraut á borðið en það er uppáhalds merkið mitt. Skírnartertuna pantaði ég hjá Jóa Fel og var hún mikið skraut út af fyrir sig. Ég prentaði út mynd af Ísabellu og setti í fallegan ramma á borðið sem kom vel út,“ segir Tinna.Falleg mynd af Ísabellu á skírnarborðinu.Skírnarkjól Ísabellu pantaði hún erlendis frá en hvernig var nafnið ákveðið? „Við völdum það einfaldlega vegna þess að okkur fannst það fallegt. Við vorum frekar fljót að ákveða fyrra nafnið en aðeins lengur með það seinna. Reyndar vorum við búin að ákveða annað eftirnafn en síðan fannst okkur hún bara vera svo mikil Birta og gleðigjafi,“ segir Tinna brosandi. Hún hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið þegar skírnarveisla er undirbúin.Tertan frá Jóa Fel var skraut út af fyrir sig.„Mér finnst blóm alltaf gera ótrúlega mikið, hvort sem það er skírn, ferming eða brúðkaup. Um að gera að leika sér nógu mikið og láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Númer eitt, tvö og þrjú er að byrja tímanlega að sanka að sér hugmyndum og ákveða þema.“ Ísabella kom í heiminn þann 13. apríl síðastliðinn og unir Tinna sér vel í móðurhlutverkinu.Skírnarkertið föndraði Tinna sjálf.„Móðurhlutverkið hefur gengið eins og í sögu þessa fyrstu fjóra mánuði. Þetta er nýtt og skemmtilegt hlutverk sem gefur svo sannarlega mikið,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hyggi á frekari barneignir stendur ekki á svörunum.Falleg mynd af feðginunum.„Já, mig langar í fleiri börn fljótlega. Þetta er það yndislegasta sem hefur komið fyrir mig. Þrjú börn væri voðalega gaman, get ég ímyndað mér. Sjáum til hvað betri helmingurinn segir við því,“ segir Tinna og hlær dátt. Fylgist með Tinnu á bloggsíðu hennnar hér.Kjóll Tinnu tónaði vel við skírnarborðið.Tinna unir sér vel í móðurhlutverkinu.Rómantískur blær.Ísabella er mikill gleðigjafi. Tengdar fréttir "Elsku Ísabella okkar er komin í heiminn" Tinna Alavis orðin móðir. 19. apríl 2014 21:15 Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
„Undirbúningurinn fólst aðallega í því að fá hugmyndir á netinu og notaðist ég mikið við Pinterest,“ segir blaðakonan Tinna Alavis. Hún og hennar heittelskaði, Unnar Bergþórsson, skírðu frumburðinn þann 10. ágúst síðastliðinn og fékk litla hnátan nafnið Ísabella Birta. Tinna segist hafa fengið góða aðstoð frá fjölskyldu sinni við að undirbúa skírnarveisluna en veislan var afar stílhrein og falleg. „Ég valdi frekar rómantískan stíl og hlýja litatóna á skírnarborðið. Ég skreytti skírnarborðið til dæmis með bleikum liljum, spiladós og hringekju sem ég verslaði í Kjólar & Konfekt á Laugaveginum. Skírnarkertið föndraði ég sjálf. Ég notaði einnig glervörur frá iittala sem skraut á borðið en það er uppáhalds merkið mitt. Skírnartertuna pantaði ég hjá Jóa Fel og var hún mikið skraut út af fyrir sig. Ég prentaði út mynd af Ísabellu og setti í fallegan ramma á borðið sem kom vel út,“ segir Tinna.Falleg mynd af Ísabellu á skírnarborðinu.Skírnarkjól Ísabellu pantaði hún erlendis frá en hvernig var nafnið ákveðið? „Við völdum það einfaldlega vegna þess að okkur fannst það fallegt. Við vorum frekar fljót að ákveða fyrra nafnið en aðeins lengur með það seinna. Reyndar vorum við búin að ákveða annað eftirnafn en síðan fannst okkur hún bara vera svo mikil Birta og gleðigjafi,“ segir Tinna brosandi. Hún hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið þegar skírnarveisla er undirbúin.Tertan frá Jóa Fel var skraut út af fyrir sig.„Mér finnst blóm alltaf gera ótrúlega mikið, hvort sem það er skírn, ferming eða brúðkaup. Um að gera að leika sér nógu mikið og láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Númer eitt, tvö og þrjú er að byrja tímanlega að sanka að sér hugmyndum og ákveða þema.“ Ísabella kom í heiminn þann 13. apríl síðastliðinn og unir Tinna sér vel í móðurhlutverkinu.Skírnarkertið föndraði Tinna sjálf.„Móðurhlutverkið hefur gengið eins og í sögu þessa fyrstu fjóra mánuði. Þetta er nýtt og skemmtilegt hlutverk sem gefur svo sannarlega mikið,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hyggi á frekari barneignir stendur ekki á svörunum.Falleg mynd af feðginunum.„Já, mig langar í fleiri börn fljótlega. Þetta er það yndislegasta sem hefur komið fyrir mig. Þrjú börn væri voðalega gaman, get ég ímyndað mér. Sjáum til hvað betri helmingurinn segir við því,“ segir Tinna og hlær dátt. Fylgist með Tinnu á bloggsíðu hennnar hér.Kjóll Tinnu tónaði vel við skírnarborðið.Tinna unir sér vel í móðurhlutverkinu.Rómantískur blær.Ísabella er mikill gleðigjafi.
Tengdar fréttir "Elsku Ísabella okkar er komin í heiminn" Tinna Alavis orðin móðir. 19. apríl 2014 21:15 Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30