Innlent

Ribbaldar í Vestmannaeyjum rændu mann í beinni

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Stór hópur ungra drengja beindi skotfærum að saklausum vegfaranda á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og krafði hann um peninga ella hlyti hann verra af. Atvikið átti sér stað á sama tíma og Hjörtur Hjartarson, fréttamaður Stöðvar 2, flutti fregnir í beinni af því að allt hefði gengið stórslysalaust fyrir sig í Eyjum.

Lögreglan í Vestmannaeyjum hló þegar fréttastofa náði af henni tali til þess að spyrja út í málið. Það ætti kannski engan að undra þar sem skotfærin eru úr plasti og því var atvikið einungis til gamans gert. „Nei, okkur hafa ekki borist neinar tilkynningar vegna þessa.“ Lögregla segir þetta algengan leik ungra krakka í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. „Þetta er líka hátíð fyrir þau.“ Vegfarendur taka vel í leik barnanna enda er góð stemning í Vestmannaeyjum.

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhátíðarnefnd stefnir í stærstu Þjóðhátíð frá upphafi. Lögregla er með vel mannað lið og verður ströng gæsla eftir sem áður. Minniháttar mál hafa komið upp hjá lögreglu.

Hið kómíska rán má sjá í myndbandinu sem fylgir með fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×