Innlent

Blóðbaðinu á Gasa mótmælt á Ísafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Fundurinn verður haldinn á Silfurtorgi.
Fundurinn verður haldinn á Silfurtorgi. Aðsend mynd
Haldinn verður útifundur gegn „blóðbaði Ísraelsstjórnar á Gasa“ á Silfurtorgi á Ísafirði á morgun. Í tilkynningu segir að fáeinar konur standi að fundinum, sem telji sig vera búnar að fá nóg af yfirgangi og grimmd Ísraelsstjórjnar gegn saklausu fólki á Gasa.

Meðal ræðumanna á fundinum eru Herdís Magnea Hübner og Ólína Þorvarðardóttir, en fundurinn hefst klukkan fimm á morgun.

„Þær hryllingsfréttir sem berast um börn sem hafa verið drepin frá því Ísraelsher hóf að skjóta flaugum á Gazasvæðið hljóta að hreyfa við hverjum manni. Fundargestum verður boðið að hengja barnaflíkur á snúru sem verður umhverfis torgið, til minningar um þau börn sem hafa fallið í árásum Ísraelsmanna.“

Ætlunin er að hengja eins margar flíkur upp og börnin eru mörg sem hafa látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×