Lífið

Svona á að gera þetta - brilljant bónorð á þjóðhátíð

Ellý Ármanns skrifar
Í upphafi stóð til að ég kæmist ekki á þjóðhátíð en hann sagði mér að við yrðum að fara og núna veit ég af hverju," segir Súsanna Englund, 23 ára, sem sagði já" við bónorði Jóns Þormars, 34 ára, þegar hann bað um hönd hennar í Vestmannaeyjum í samvinnu við hljómsveitina Fjallabræður nýliðna verslunarmannahelgi eins og sjá má í myndskeiðinu hér neðst í grein.

Þetta var þriðja þjóðhátíðin þeirra saman en verðandi brúðhjónin búa á Akureyri. Súsanna er frá bænum Sandfellshaga í Öxarfirði og Jón er ættaður frá Raufarhöfn. 



Ég varð svo hissa og hamingjusöm að ég man ekki eftir neinni annarri tilfinningu. Eins og sést í myndbandinu þá hafði hann látið Fjallabræður um talið og út frá því fór hann óvænt á skeljarnar fyrir aftan mig," segir Súsanna.

Spurð hvað þau starfa við segir Súsanna:Ég starfa við umönnun fatlaðra og Jón vinnur í sundlaug Akureyrar í sumar en svo ætlum við að leigja út húsið okkar og flytja tímabundið til Tenerife yfir veturinn."

Eruð þið búin að ákveða stóra daginn?  „Giftingin verður næsta sumar og brúðkaupsferðin á næstu þjóðhátíð."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×