Tvö kynferðisbrot kærð til lögreglunnar á Selfossi Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2014 11:59 Frá Selfossi. Vísir/Pjetur Tvö kynferðisbrot voru kærð til lögreglunnar í Árnessýslu um helgina. Annað var á Flúðum og hitt á Selfossi. Í öðru tilvikinu er um að ræða blygðunarsemisbrot, þar sem ungur karlmaður gekk inn á konu sem var á almenningssalerni. Hitt atvikið átti sér stað í heimahúsi á Selfossi og hefur lögreglan það til rannsóknar. Lögreglan segir ekki hægt að upplýsa frekar um þessi mál að svo stöddu þar sem þau séu í rannsókn. Þá kom til slagsmála á Flúðum aðfararnótt laugardags, sem lauk með því að maður tók upp dúkahníf og lagði til annars og skar hann á fætinum. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um aðdraganda átakana, árásina og lyktir hennar að hafa samband í síma 480-1010. Önnur líkamsárás var kærð á Flúðum sömu nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að þar hafi verið um minni háttar árás að ræða þar sem stimpingar áttu sér stað milli ungs fólks. Brotist var inn í Tryggvaskála á Selfossi í nótt þar sem þjófur skreið inn um rúðu sem hann braut. Sá hafði á brott sjóðsvél og lögreglan biður einstaklinga sem búa yfir upplýsingum um innbrotið að hafa samband. Ellefu umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í Árnessýslu en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögregla var kölluð til fimm sinnum vegna slysa á fólki. Maður axlarbrotnaði á Flúðum á sunnudaginn og var hann fluttur til Reykjavíkur í sjúkrabíl. Þá fór maður úr axlarlið þegar honum skrikaði fótur og féll við Kerið. Einnig slasaðist kona á höfði þegar hún féll á palli við sumarbústað í Bláskógabyggð. Þar datt svo maður af hestbaki í gær og skaddaðist á baki. „Lögreglan á Selfossi vill koma þakklæti til ökumanna sem sýndu öðrum tillitssemi í umferðinni. Ekki síður er þökkum komið til þeirra vegfaranda sem hringdu til lögreglu með ábendingar um ökumenn sem sýndu ábyrgðarleysi og glannaskap í umferðinni. Í mörgum tilvikum náðu lögreglumenn til þessara ökumanna. Upplýsingar af þessu tagi eru mjög mikilvæg viðbót við þá frábæru leiðbeiningar frá starfsfólki Samgöngustofu sem fluttar voru í fjölmiðlum alla helgina. Allt þetta leiddi til þess að nú er hægt að státa af því að enginn alvarleg slys urðu í umferðinni þessa miklu umferðarhelgi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Tvö kynferðisbrot voru kærð til lögreglunnar í Árnessýslu um helgina. Annað var á Flúðum og hitt á Selfossi. Í öðru tilvikinu er um að ræða blygðunarsemisbrot, þar sem ungur karlmaður gekk inn á konu sem var á almenningssalerni. Hitt atvikið átti sér stað í heimahúsi á Selfossi og hefur lögreglan það til rannsóknar. Lögreglan segir ekki hægt að upplýsa frekar um þessi mál að svo stöddu þar sem þau séu í rannsókn. Þá kom til slagsmála á Flúðum aðfararnótt laugardags, sem lauk með því að maður tók upp dúkahníf og lagði til annars og skar hann á fætinum. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um aðdraganda átakana, árásina og lyktir hennar að hafa samband í síma 480-1010. Önnur líkamsárás var kærð á Flúðum sömu nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að þar hafi verið um minni háttar árás að ræða þar sem stimpingar áttu sér stað milli ungs fólks. Brotist var inn í Tryggvaskála á Selfossi í nótt þar sem þjófur skreið inn um rúðu sem hann braut. Sá hafði á brott sjóðsvél og lögreglan biður einstaklinga sem búa yfir upplýsingum um innbrotið að hafa samband. Ellefu umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í Árnessýslu en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögregla var kölluð til fimm sinnum vegna slysa á fólki. Maður axlarbrotnaði á Flúðum á sunnudaginn og var hann fluttur til Reykjavíkur í sjúkrabíl. Þá fór maður úr axlarlið þegar honum skrikaði fótur og féll við Kerið. Einnig slasaðist kona á höfði þegar hún féll á palli við sumarbústað í Bláskógabyggð. Þar datt svo maður af hestbaki í gær og skaddaðist á baki. „Lögreglan á Selfossi vill koma þakklæti til ökumanna sem sýndu öðrum tillitssemi í umferðinni. Ekki síður er þökkum komið til þeirra vegfaranda sem hringdu til lögreglu með ábendingar um ökumenn sem sýndu ábyrgðarleysi og glannaskap í umferðinni. Í mörgum tilvikum náðu lögreglumenn til þessara ökumanna. Upplýsingar af þessu tagi eru mjög mikilvæg viðbót við þá frábæru leiðbeiningar frá starfsfólki Samgöngustofu sem fluttar voru í fjölmiðlum alla helgina. Allt þetta leiddi til þess að nú er hægt að státa af því að enginn alvarleg slys urðu í umferðinni þessa miklu umferðarhelgi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira