Innlent

Meðvitundarlaust barn í heitum potti

Samúel Karl Ólason skrifar
Flúðir í Hrunamannahreppi.
Flúðir í Hrunamannahreppi. Vísir/Vilhelm
Barn missti meðvitund í heitum potti við sumarbústað í Hrunamannahreppi á sunnudag. Barninu var komið til meðvitundar og flutt með sjúkrabíl á Slysadeild Landspítala eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.

Samkvæmt heimildum Vísis tók skamman tíma að koma barninu aftur til meðvitundar og er ástand þess eftir atvikum gott.

Þá varð afa barnsins, sem staddur var í bústaðnum, svo um við atburðinn að hann fékk fyrir hjartað. Var hann fluttur á hjartadeild til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×