Innlent

Ökuníðingnum komið undir læknishendur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VÍSIR/RÓBERT
Ökuníðingurinn, sem ógnaði lífi og limum fólks í gærkvöldi með ofsaakstri, hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun að sögn lögreglunnar.

Manninum, sem upphaflega var talinn undir áhrifum fíkniefna, var því komið undir læknishendur eftir að lögreglan hafði stöðvað för hans.

Hann hefur til þessa verið óviðræðuhæfur og því ekki verið hægt að yfirheyra hann vegna málsins.

Eigandi hins stolna bíls sem ökumaðurinn nýtti sér hefur verið upplýstur um ástand bílsins og hvar hann er niðurkominn. Lögreglan gat ekki tjáð sig um hvort hans hefur verið vitjað.

Málið er enn til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×