200 km án klósetts: Dömubindi og klósettpappír á víð og dreif Randver Kári Randversson skrifar 7. ágúst 2014 16:00 Vísir/Pjetur Ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps segir að nauðsynlegt sé að bæta þjónustu fyrir ferðamenn á leiðinni milli Mývatns og Egilsstaða. Skortur á salernisaðstöðu á þessum rúmlega 200 kílómetra kafla er farinn að valda vandamálum og eru dæmi eru um að klósettpappír og dömubindi hafi tekið á móti vegfarendum sem stöðva við þjóðveginn á svæðinu. „Það er einhver tveggja tíma akstur á milli Mývatns og Egilsstaða og fólk fattar það kannski ekki þegar það leggur af stað frá Mývatni eða Egilsstöðum hversu löng leiðin er og gerir sér kannski ekki grein fyrir því, ef það þekkir ekki aðstæður að það komist ekki á salerni fyrr en eftir einhverja 200 kílómetra,“ segir Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðar. Nýlega birtist færsla á Facebook þar sem vegfarandi lýsir aðstæðum þegar stöðvað var við Grímsstaði á Fjöllum fyrr í sumar. Þar segir „enginn rusladallur né salerni auðvitað þau eru hvergi, en mér varð um og ó þegar ég uppgötva að þarna er fullt af salernispappír, dömubindum og öðrum óþverra sem ekki á heima á stöðum sem þessum.“Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps.Mynd/úr einkasafniBerghildur segir að aðgangur að almenningssalernum sé eitt af því sem þurfi að skipuleggja betur varðandi þjónustu við ferðamenn á Íslandi. Oft sé fyrst og fremst hugsað um að selja ferðamanninum eitthvað, en ekki megi gleyma því að ferðamaðurinn þurfi alltaf að geta sinnt sínum grunnþörfum, hvort sem það sé að borða, fara á klósett eða þrífa sig. „Þetta er eitt af því sem við höfum rætt á fundum hér fyrir austan að við þyrftum að kortleggja það hvar almenningssalerni eru. Einkaaðilar eru ekki endilega tilbúnir til þess að taka við heilu rútunum sem fara bara á klósettið og fara svo beint út aftur. Þetta er bara eitt af grunnatriðum ferðaþjónustu að salernisaðstaða sé góð og með reglulegu millibili,“ segir Berghildur. Engar formlegar viðræður hafi farið fram við ríkið um þetta, en miðað við þær upplýsingar sem hún hafi þá sé ekki ógerlegt að taka á þessum vanda. Spurningin sé bara hver eigi að borga hvað. „Vegagerðin gæti jafnvel sett upp klósett, en það sem strandar á er að það þarf viðhald og rekstur. Þetta er náttúrulega bara uppi á fjöllum þannig að það er mjög dýrt að þurfa að borga manni kannski einu sinni eða tvisvar á dag að fara þarna upp eftir og þrífa. Þetta gæti verið samstarfsverkefni milli Vopnafjarðar og Egilsstaða þar sem annar hvor myndi sjá um viðhald og hinn um rekstur. En á hinn bóginn má spyrja af hverju á Vopnafjarðarhreppur að sjá um það. Hver á að sjá um það að ferðamenn komist á klósettið uppi á hálendi? Allir eru sammála um þörfina, en þetta er bara dýrt.“ segir Berghildur. Tengdar fréttir Skítur og skeini við Laufskálavörðu „Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ spyr leiðsögumaður sem gekk fram á óþrifnaðinn. 21. júlí 2014 22:09 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps segir að nauðsynlegt sé að bæta þjónustu fyrir ferðamenn á leiðinni milli Mývatns og Egilsstaða. Skortur á salernisaðstöðu á þessum rúmlega 200 kílómetra kafla er farinn að valda vandamálum og eru dæmi eru um að klósettpappír og dömubindi hafi tekið á móti vegfarendum sem stöðva við þjóðveginn á svæðinu. „Það er einhver tveggja tíma akstur á milli Mývatns og Egilsstaða og fólk fattar það kannski ekki þegar það leggur af stað frá Mývatni eða Egilsstöðum hversu löng leiðin er og gerir sér kannski ekki grein fyrir því, ef það þekkir ekki aðstæður að það komist ekki á salerni fyrr en eftir einhverja 200 kílómetra,“ segir Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðar. Nýlega birtist færsla á Facebook þar sem vegfarandi lýsir aðstæðum þegar stöðvað var við Grímsstaði á Fjöllum fyrr í sumar. Þar segir „enginn rusladallur né salerni auðvitað þau eru hvergi, en mér varð um og ó þegar ég uppgötva að þarna er fullt af salernispappír, dömubindum og öðrum óþverra sem ekki á heima á stöðum sem þessum.“Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafulltrúi Vopnafjarðarhrepps.Mynd/úr einkasafniBerghildur segir að aðgangur að almenningssalernum sé eitt af því sem þurfi að skipuleggja betur varðandi þjónustu við ferðamenn á Íslandi. Oft sé fyrst og fremst hugsað um að selja ferðamanninum eitthvað, en ekki megi gleyma því að ferðamaðurinn þurfi alltaf að geta sinnt sínum grunnþörfum, hvort sem það sé að borða, fara á klósett eða þrífa sig. „Þetta er eitt af því sem við höfum rætt á fundum hér fyrir austan að við þyrftum að kortleggja það hvar almenningssalerni eru. Einkaaðilar eru ekki endilega tilbúnir til þess að taka við heilu rútunum sem fara bara á klósettið og fara svo beint út aftur. Þetta er bara eitt af grunnatriðum ferðaþjónustu að salernisaðstaða sé góð og með reglulegu millibili,“ segir Berghildur. Engar formlegar viðræður hafi farið fram við ríkið um þetta, en miðað við þær upplýsingar sem hún hafi þá sé ekki ógerlegt að taka á þessum vanda. Spurningin sé bara hver eigi að borga hvað. „Vegagerðin gæti jafnvel sett upp klósett, en það sem strandar á er að það þarf viðhald og rekstur. Þetta er náttúrulega bara uppi á fjöllum þannig að það er mjög dýrt að þurfa að borga manni kannski einu sinni eða tvisvar á dag að fara þarna upp eftir og þrífa. Þetta gæti verið samstarfsverkefni milli Vopnafjarðar og Egilsstaða þar sem annar hvor myndi sjá um viðhald og hinn um rekstur. En á hinn bóginn má spyrja af hverju á Vopnafjarðarhreppur að sjá um það. Hver á að sjá um það að ferðamenn komist á klósettið uppi á hálendi? Allir eru sammála um þörfina, en þetta er bara dýrt.“ segir Berghildur.
Tengdar fréttir Skítur og skeini við Laufskálavörðu „Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ spyr leiðsögumaður sem gekk fram á óþrifnaðinn. 21. júlí 2014 22:09 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Skítur og skeini við Laufskálavörðu „Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ spyr leiðsögumaður sem gekk fram á óþrifnaðinn. 21. júlí 2014 22:09