Heimsfrægar geitur í útrýmingarhættu Birta Björnsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 20:00 Á Háfelli í Hvítársíðu halda hjónin Jóhanna og Þorbjörn tæplega 400 íslenskar geitur. Það er um helmingur alls íslenska geitastofnsins. Íslenski geitastofnin er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu og er hættan ekki minni nú þegar útlit er fyrir að öllum geitunum á Háfelli verði slátrað eftir rúman mánuð. „Við vorum með skuldir eins og flestir, lán upp á 20 milljónir,” segir Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli. „Eins og hjá svo mörgum öðrum hækkaði lánið uppúr öllu valdi þegar bankahrunið varð. En þegar maður er með búskap sem ekki er með mikla innkomu ennþá er þetta ennþá erfiðara.” Jóhanna segir íslenska geitastofninn stórmerkilegan og grátlegt ef allur árangur ræktunarstarfs þeirra hjóna þurrkist út, þau eigi eina geitaræktarbúið sem starfrækt hafi verið hér á landi. Fari fram sem horfir missir Jóhanna bú sitt um miðjan september. Einhverja kiðlingana verður þá hægt að selja en hinna bíður bara eitt. „Það er enginn sem getur tekið við þessum fjölda geita bara si svona, svo þeirra bíður bara slátrun,” segir Jóhanna. En ekki er öll von úti enn. Erlendir aðilar hafa hrundið af stað söfnun til að koma megi í veg fyrir að geiturnar hennar Jóhönnu endi allar í sláturhúsinu. Og ástæðan fyrir áhuganum erlendis frá er ekki síst vegna þess að nokkrar af geitunum hennar Jóhönnu komu við sögu í einum vinsælustu sjónvarpsþáttum heims, Game of Thrones. Söfnunin hefur farið vel af stað en er að sögn Jóhönnu þeirra síðasta hálmstrá að fá að halda geitunum.„Það er auðvitað góðs viti að á fyrstu fjórum dögum söfnunarinnar hafi safnast 14% af áætluðu söfnunarfé. Ég ætla að leyfa mér að vona að þetta fari vel," segir Jóhanna. Game of Thrones Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Á Háfelli í Hvítársíðu halda hjónin Jóhanna og Þorbjörn tæplega 400 íslenskar geitur. Það er um helmingur alls íslenska geitastofnsins. Íslenski geitastofnin er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu og er hættan ekki minni nú þegar útlit er fyrir að öllum geitunum á Háfelli verði slátrað eftir rúman mánuð. „Við vorum með skuldir eins og flestir, lán upp á 20 milljónir,” segir Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli. „Eins og hjá svo mörgum öðrum hækkaði lánið uppúr öllu valdi þegar bankahrunið varð. En þegar maður er með búskap sem ekki er með mikla innkomu ennþá er þetta ennþá erfiðara.” Jóhanna segir íslenska geitastofninn stórmerkilegan og grátlegt ef allur árangur ræktunarstarfs þeirra hjóna þurrkist út, þau eigi eina geitaræktarbúið sem starfrækt hafi verið hér á landi. Fari fram sem horfir missir Jóhanna bú sitt um miðjan september. Einhverja kiðlingana verður þá hægt að selja en hinna bíður bara eitt. „Það er enginn sem getur tekið við þessum fjölda geita bara si svona, svo þeirra bíður bara slátrun,” segir Jóhanna. En ekki er öll von úti enn. Erlendir aðilar hafa hrundið af stað söfnun til að koma megi í veg fyrir að geiturnar hennar Jóhönnu endi allar í sláturhúsinu. Og ástæðan fyrir áhuganum erlendis frá er ekki síst vegna þess að nokkrar af geitunum hennar Jóhönnu komu við sögu í einum vinsælustu sjónvarpsþáttum heims, Game of Thrones. Söfnunin hefur farið vel af stað en er að sögn Jóhönnu þeirra síðasta hálmstrá að fá að halda geitunum.„Það er auðvitað góðs viti að á fyrstu fjórum dögum söfnunarinnar hafi safnast 14% af áætluðu söfnunarfé. Ég ætla að leyfa mér að vona að þetta fari vel," segir Jóhanna.
Game of Thrones Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira