Innlent

Svefn undir stýri: Fjórir látist og 53 slasast alvarlega

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá fjölda þeirra sem hafa slasast vegna svefns undir stýri frá 2006.
Hér má sjá fjölda þeirra sem hafa slasast vegna svefns undir stýri frá 2006.
Fjórir hafa látið lífið í slysum þar sem ökumaður sofnar undir stýri frá árinu 2006, samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.

Fyrr í dag birtist viðtal við Ágúst Friðbjörnsson, sem dottaði undir stýri á mánudaginn og keyrði útaf. Bíllinn sem Ágúst ók gjöreyðilagðist en hann og þrír farþegar í bílnum sluppu án þess að slasast alvarlega.

Alls slösuðust 331 í slysum vegna þess að ökumaður dottaði undir stýri frá árunum 2006 til 2013. 53 þeirra slösuðust alvarlega. Slys, þar sem svefn er talinn orsökin, voru um 3,1 prósent allra bílslysa á þessu átta ára tímabili.

Samgöngustofa setur þann fyrirvara á að gera megi ráð fyrir einhverri vanskráningu, því í einhverjum tilvikum gæti lögregla ekki hafa fengið tilkynningu um að svefn hafi verið orsök slysa.


Tengdar fréttir

Dottaði undir stýri og keyrði útaf: "Við vorum rosalega heppnir"

Ágúst Friðbjörnsson dottaði undir stýri með þrjá farþega í bílnum á laugardaginn síðasta nálægt Varmahlíð. Bíllinn sem hann ók kastaðist af veginum og gjöreyðilagðist. Ágúst vonast til þess að saga sín hjálpi öðrum að forðast að dotta undir stýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×