Dottaði undir stýri og keyrði útaf: "Við vorum rosalega heppnir" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. ágúst 2014 07:00 Ágúst þakkar fyrir að hann og vinir hans voru í belti. „Við vorum rosalega heppnir," segir Ágúst Friðjónsson sem dottaði undir stýri þegar hann ók heim á Sauðárkrók frá Akureyri aðfaranótt laugardags. Bíllinn sem Ágúst ók fór útaf veginum og kastaðist til. Bíllinn, sem er í eigu vinar hans, er nú gjörónýtur og þakka Ágúst og vinir hans fyrir að ekki hafi farið verr. Ágúst segist hugsa mikið um hvað hefði getað gerst. Hann rifjar bílferðina frá Akureyri upp með blaðamanni: „Við vorum á leiðinni heim frá Akureyri. Ég fann að ég var þreyttur og var búinn að stoppa einu sinni til þess að fá frískt loft og koma blóðinu á hreyfingu. Við vorum búnir að ákveða að stoppa í Varmahlíð, þar sem ég ætlaði að fá mér hressingu og fríska mig við." En félagarnir komust aldrei í Varmahlíð. Sjá líka: Fjórir hafa látið lífið á Íslandi í kjölfar þess að ökumaður sofnaði undir stýri frá árinu 2006.Hér má sjá innan bílinn að innan. Greinilegt að strákarnir voru heppnir að ekki fór verr. Tveir voru í aftursætinu og einn í farþegasætinu.„Við vorum um tíu til tuttugu kílómetra frá Varmahlíð þegar ég dottaði. Við komum að beygju en bíllinn fór bara beint áfram. Ég vaknaði við að vinur minn sem sat í farþegasætinu kallaði nafnið mitt. Þá var það orðið of seint," segir hann og heldur áfram: „Bíllinn fór beint í kannt á skurði sem var þarna við veginn. Þaðan kastaðist hann hátt upp í loftið, yfir grindverk sem þarna var og snerist í loftinu. Við lentum svo, sem betur fer, á hjólunum. Þetta hefði getað farið svo miklu verr." Allir fjórir voru í belti og segir Ágúst það hafa bjargað þeim. „Ég er alveg viss um það,“ bætir hann við. Ágúst segir að hann og vinir hans þrír hafi sloppið með teljandi meiðsl. Einn vinur hans braut tennur og bein í andliti, annar fékk skurð. „En svo fengum við allir hnykk á hálsinn,“ bætir hann viðVonast til að aðrir geti lært af sínum mistökum Ágúst vonast til þess að geta miðlað reynslu sinni til annarra ökumanna. „Mistökin sem ég gerði voru bara þau að stoppa ekki strax og ég fann fyrir þreytunni. Við áttum ekki mikið eftir í Varmahlíð, þar sem við hefðum stoppað. En það skiptir engu máli. Maður á bara að stoppa strax. Þegar maður er að keyra lengi er mikilvægt að stoppa reglulega," segir hann og bætir við: „Ég vona bara að allir geti lært af þessu. Ég get ekki lagt næga áherslu á þetta; það er gríðarlega mikilvægt að stoppa. Þetta getur komið fyrir alla. Allir verða að fara varlega.“ Hann segist hugsa mikið um slysið og hvernig hlutirnir hefðu getað þróast öðruvísi. „Þetta er búið að hafa rosalega mikil áhrif á okkur. Við vorum náttúrulega ofboðslega heppnir að lenda á dekkjunum. Annars hefði þetta getað farið miklu, miklu verr."Bíllinn er gjörónýtur. Á þessum myndum má sjá hvernig húddið á bílnum flettist upp.Ellefu ráð frá SamgöngustofuÞórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, tiltekur ellefu ráð fyrir ökumenn, til þess að koma í veg fyrir að þeir dotti undir stýri:1.Fáið góðan nætursvefn fyrir akstur, helst 8 klst.2.Takið hlé frá akstri á hverjum 160 km eða á tveggja stunda fresti í langferðum3.Látið blása köldu í miðstöðinni4.Hafið með ykkur ferðafélaga sem getur fylgst með ykkur og gætt að þreytueinkennum5.Forðist áfengi og sljóvgandi lyf6.Ef þið eruð þreytt takið ykkur þá lúr eða drekkið drykk sem inniheldur koffín áður en þið farið af stað 7.Ráðfærið ykkur við lækni ef þið eruð oft syfjuð á daginn eða eigið erfitt með að sofa um nætur8.Ef syfja leitar á stöðvið aksturinn, farið útaf veginum á öruggum stað og sofnið augnablik, 15 mín ætti að nægja9.Látið farþega taka við akstrinum10.Drekkið drykk sem inniheldur koffín11.Treystið ekki á ,,ráð gegn syfjuakstriÁ vef forvarnarhússins má einnig finna ráðleggingar til að koma í veg fyrir að maður sofni undir stýri. Þar segir meðal annars:„* Ekki aka of lengi í einu. Hvíldu þig öðru hverju við aksturinn, teygðu fæturna og andaðu að þér fersku lofti.* Finnir þú til þreytu skaltu stöðva bílinn þar sem hann veldur ekki hættu og leggja þig í 15-20 mínútur.„ Hér að neðan má sjá myndband með fleiri ráðleggingum. Tengdar fréttir Svefn undir stýri: Fjórir látist og 53 slasast alvarlega Alls slösuðust 331 í slysum vegna þess að ökumaður dottaði undir stýri frá árunum 2006 til 2013. 8. ágúst 2014 07:00 „Alveg glatað að þurfa að lenda í slysi til þess að opna augun fyrir þessu" Óli Geir segir frá bílveltu sem hann lenti í fyrir nokkrum árum eftir að hann sofnaði undir stýri. Hann hvetur fólk til þess að keyra ekki syfjað. 5. ágúst 2014 14:59 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Við vorum rosalega heppnir," segir Ágúst Friðjónsson sem dottaði undir stýri þegar hann ók heim á Sauðárkrók frá Akureyri aðfaranótt laugardags. Bíllinn sem Ágúst ók fór útaf veginum og kastaðist til. Bíllinn, sem er í eigu vinar hans, er nú gjörónýtur og þakka Ágúst og vinir hans fyrir að ekki hafi farið verr. Ágúst segist hugsa mikið um hvað hefði getað gerst. Hann rifjar bílferðina frá Akureyri upp með blaðamanni: „Við vorum á leiðinni heim frá Akureyri. Ég fann að ég var þreyttur og var búinn að stoppa einu sinni til þess að fá frískt loft og koma blóðinu á hreyfingu. Við vorum búnir að ákveða að stoppa í Varmahlíð, þar sem ég ætlaði að fá mér hressingu og fríska mig við." En félagarnir komust aldrei í Varmahlíð. Sjá líka: Fjórir hafa látið lífið á Íslandi í kjölfar þess að ökumaður sofnaði undir stýri frá árinu 2006.Hér má sjá innan bílinn að innan. Greinilegt að strákarnir voru heppnir að ekki fór verr. Tveir voru í aftursætinu og einn í farþegasætinu.„Við vorum um tíu til tuttugu kílómetra frá Varmahlíð þegar ég dottaði. Við komum að beygju en bíllinn fór bara beint áfram. Ég vaknaði við að vinur minn sem sat í farþegasætinu kallaði nafnið mitt. Þá var það orðið of seint," segir hann og heldur áfram: „Bíllinn fór beint í kannt á skurði sem var þarna við veginn. Þaðan kastaðist hann hátt upp í loftið, yfir grindverk sem þarna var og snerist í loftinu. Við lentum svo, sem betur fer, á hjólunum. Þetta hefði getað farið svo miklu verr." Allir fjórir voru í belti og segir Ágúst það hafa bjargað þeim. „Ég er alveg viss um það,“ bætir hann við. Ágúst segir að hann og vinir hans þrír hafi sloppið með teljandi meiðsl. Einn vinur hans braut tennur og bein í andliti, annar fékk skurð. „En svo fengum við allir hnykk á hálsinn,“ bætir hann viðVonast til að aðrir geti lært af sínum mistökum Ágúst vonast til þess að geta miðlað reynslu sinni til annarra ökumanna. „Mistökin sem ég gerði voru bara þau að stoppa ekki strax og ég fann fyrir þreytunni. Við áttum ekki mikið eftir í Varmahlíð, þar sem við hefðum stoppað. En það skiptir engu máli. Maður á bara að stoppa strax. Þegar maður er að keyra lengi er mikilvægt að stoppa reglulega," segir hann og bætir við: „Ég vona bara að allir geti lært af þessu. Ég get ekki lagt næga áherslu á þetta; það er gríðarlega mikilvægt að stoppa. Þetta getur komið fyrir alla. Allir verða að fara varlega.“ Hann segist hugsa mikið um slysið og hvernig hlutirnir hefðu getað þróast öðruvísi. „Þetta er búið að hafa rosalega mikil áhrif á okkur. Við vorum náttúrulega ofboðslega heppnir að lenda á dekkjunum. Annars hefði þetta getað farið miklu, miklu verr."Bíllinn er gjörónýtur. Á þessum myndum má sjá hvernig húddið á bílnum flettist upp.Ellefu ráð frá SamgöngustofuÞórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, tiltekur ellefu ráð fyrir ökumenn, til þess að koma í veg fyrir að þeir dotti undir stýri:1.Fáið góðan nætursvefn fyrir akstur, helst 8 klst.2.Takið hlé frá akstri á hverjum 160 km eða á tveggja stunda fresti í langferðum3.Látið blása köldu í miðstöðinni4.Hafið með ykkur ferðafélaga sem getur fylgst með ykkur og gætt að þreytueinkennum5.Forðist áfengi og sljóvgandi lyf6.Ef þið eruð þreytt takið ykkur þá lúr eða drekkið drykk sem inniheldur koffín áður en þið farið af stað 7.Ráðfærið ykkur við lækni ef þið eruð oft syfjuð á daginn eða eigið erfitt með að sofa um nætur8.Ef syfja leitar á stöðvið aksturinn, farið útaf veginum á öruggum stað og sofnið augnablik, 15 mín ætti að nægja9.Látið farþega taka við akstrinum10.Drekkið drykk sem inniheldur koffín11.Treystið ekki á ,,ráð gegn syfjuakstriÁ vef forvarnarhússins má einnig finna ráðleggingar til að koma í veg fyrir að maður sofni undir stýri. Þar segir meðal annars:„* Ekki aka of lengi í einu. Hvíldu þig öðru hverju við aksturinn, teygðu fæturna og andaðu að þér fersku lofti.* Finnir þú til þreytu skaltu stöðva bílinn þar sem hann veldur ekki hættu og leggja þig í 15-20 mínútur.„ Hér að neðan má sjá myndband með fleiri ráðleggingum.
Tengdar fréttir Svefn undir stýri: Fjórir látist og 53 slasast alvarlega Alls slösuðust 331 í slysum vegna þess að ökumaður dottaði undir stýri frá árunum 2006 til 2013. 8. ágúst 2014 07:00 „Alveg glatað að þurfa að lenda í slysi til þess að opna augun fyrir þessu" Óli Geir segir frá bílveltu sem hann lenti í fyrir nokkrum árum eftir að hann sofnaði undir stýri. Hann hvetur fólk til þess að keyra ekki syfjað. 5. ágúst 2014 14:59 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Svefn undir stýri: Fjórir látist og 53 slasast alvarlega Alls slösuðust 331 í slysum vegna þess að ökumaður dottaði undir stýri frá árunum 2006 til 2013. 8. ágúst 2014 07:00
„Alveg glatað að þurfa að lenda í slysi til þess að opna augun fyrir þessu" Óli Geir segir frá bílveltu sem hann lenti í fyrir nokkrum árum eftir að hann sofnaði undir stýri. Hann hvetur fólk til þess að keyra ekki syfjað. 5. ágúst 2014 14:59