Innlent

Gullæði á Hólmavík

Gissur Sigurðsson skrifar
Fjölmargir bátar hafa verið fluttir með flutningabílum til Hólmavíkur, jafnvel úr fjarlægum landshlutum.
Fjölmargir bátar hafa verið fluttir með flutningabílum til Hólmavíkur, jafnvel úr fjarlægum landshlutum. Mynd/Jón Halldórsson/holmavik.123.is
Einskonar gullæði er runnið á smábátasjómenn, sem stunda makrílveiðar, og flykkjast þeir nú til Hólmavíkur í von um álíka uppgripaveiði í Steingrímsfirði næstu dagana og varð þar á sama tíma í fyrra. Bátarnir eru jafnvel fluttir þangað á dráttarvögnum úr fjarlægum landshlutum.

Heimamenn, reynslunni ríkari frá því í fyrra eru nú að búa sig undir mikil umsvif í höfninni og reyndar bænum öllum, að sögn Sigurðar Marinós Þorvaldssonar, hafnarvarðar á Hólmavík.

„Þetta er að byrja, en þetta er nú ekki orðið eins og í fyrra. Þá voru 50 til 60 bátar hérna, en það samt eins og í sögu. Við bíðum spenntir eftir að þetta fari í gang allt,“ segir Sigurður.

Er þetta ekki bara vítamínsprauta fyrir þjóðfélagið þarna?

„Jú jú að sjálfsögðu. Það eru náttúrulega bæði flutningabílar og höfnin og markaður og kaupfélagið. Það myndast svolítil stemning við þetta. En þetta hafðist allt og var bara voða gaman, og verður vonandi bara mjög gaman núna þegar þetta fer að gera sig,“ segir Sigurður Marinó Þorvaldsson, hafnarvörður á Hólmavík. 

Mynd/Jón Halldórsson/holmavik.123.is
Mynd/Jón Halldórsson/holmavik.123.is
Mynd/Jón Halldórsson/holmavik.123.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×