Innlent

Langtímaleigjendum sagt upp fyrir ferðamenn

Formaður samtaka leigjenda segir aukinn ferðamannastraum hafa slæm áhrif á hinn almenna leigumarkað. Leigusalar kjósi frekar að leigja ferðamönnum íbúðir á uppsprengdu verði en að setja þær í langtímaleigu.

Umræðan um íbúðir sem leigðar eru út á leigusíðum á borð við arbnb.com hefur verið hávær undanfarið. Ferðamenn eru í flestum tilfellum tilbúnir til að borga sama verð fyrir nokkrar nætur og hinn almenni leigjandi greiðir í mánaðaleigum.

Það færist því sífellt í aukana að leigusalar segi upp langtímaleigjendum til að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna.

Formaður Samtaka leigjenda segir leigjendur ekki geta keppt við ferðamenn á markaðnum.

„Það var skortur fyrir en það er töluvert meiri skortur núna. Núna þegar gullgrafaraæðið er hvað mest og menn sjá sér leik á borði, þá er mögum leigjendum sagt upp,“ segir Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda.

Jóhann segir að í sumum tilfellum sem langtímaleiga jafnvel þeim skilyrðum háð að leigusalar leigi eignina út til ferðamanna á háannatíma. Til dæmis yfir páska og sumar.

„Þessi skilyrði fela í sér að fólk þarf að flytja úr íbúðunum með allt sitt hafurtask á meðan leigusalar leigja þær ferðamönnum.“

Í Reykjavík allri eru yfir 1.000 íbúðir í útleigu í gegnum leiguvefinn airbnb. Jóhann segir hækkun leiguverðs meðal annars orsakast af því að ferðamenn eru tilbúnir að borga meira.

„Stjórnvöld, sveitarfélög og jafnvel verkalýðsfélög þurfa að bregðast við þessu. Þarna eru þúsundir íbúða að fara af almennum markaði yfir á þennan ferðamannamarkað. Það kemur ekkert í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×