Innlent

Skemmtiferðaskip farin að stunda útsýnissiglingar

Gissur Sigurðsson skrifar
vísir/pjetur

Landhelgisgæslan er meðal annarra að kanna lagalega hlið þess að skipverjar af skemmtiferðaskipum eru farnir að stunda útsýnissiglingar á léttbátum skipanna sjálfra og hleypa ferðamönnum af skipunum á land, meðal annars í friðlönd. Talin er hætta á slysum þar sem engin kunnugur Íslendingur er með í för og lendingar sumstaðar hættulegar.

Þetta á við um skemmtiferðaskip, sem koma til Ísafjarðar og leggjast þar við ankeri. Skipverjar á einu skipanna eru búnir að hanna sérstaka fljótandi göngubrú, sem þeir draga með sér frá skipinu og skjóta svo upp í fjörurnar til að farþegarnir geti gengið í land, eins og Haukur Vagnsson hefur orðið vitni að.

„Þeir á á risaslöngubátum eða björgunarbátum og sigla með fólkið í land,“ segir Haukur en hann veit ekki til þess að það séu Íslendingar eða aðrir leiðsögumenn í för á þessum skipum.

Nú eru þarna ókunnugir menn og það eru stórir hópar sem koma upp úr þessum bátum. Er engin slysahætta?

„Auðvitað getur verið slysahætta ef menn fara ekki á rétta staði eða kunna ekki á aðstæður. Á mörgum þessum stöðum getur náttúrulega verið bæði veður þannig að breytist fljótt, en fjörurnar eru líkar sumstaðar erfiðar í lendingu og þar þurfa menn að þekkja til. En svo eru líka staðirs em eru mikil hreyfing á sjó þar sem að þetta er í rauninni beint út hafið, opið haf. Við höfum heyrt af því að á stöðum sem að við ekki einu sinni förum í land. Bara vegna þess að fjörurnar eru einfaldlega ekki boðlegar til þess að fara í land,“ sagði Haukur Vagnsson skipstjóri.

Ekki hefur verið amast við þessari starfssemi enn sem komið er, en verið er að kanna lagalegar hliðar á málinu, eins og áður sagði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.