Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að sextán mánaða gamalt barn hefði verið numið á brott úr barnavagni sínum fyrir utan heimili sitt á horni Túngötu og Garðastrætis í Reykjavík.
Barnið átti að vera sofandi í barnavagni þegar móðirin sá sér til mikillar skelfingar að barnið var horfið. Hringdi hún samstundis á lögreglu og voru þrír lögreglubílar sendir á vettvang.
Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að ættingi hefði tekið barnið og skilið eftir miða í vagninum þess efnis. Barnið er komið í hendur foreldra sinna og er heilt á húfi.
Smábarn hvarf úr barnavagni sínum í Vesturbænum
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
