Skortur á vinnuafli mun aftra uppbyggingu á íbúðarhúsnæði Jón Júlíus Karlsson skrifar 30. júlí 2014 20:10 Formaður meistarafélags húsasmiða telur það óraunhæft markmið hjá Reykjavíkurborg að ætla að reisa yfir fjögur þúsund íbúðir á næstu þremur árum. Mikill skortur sé á iðnaðarmönnum í landinu og ekki eigi að byggja þær íbúðir sem mest eftirspurn sé eftir.Mikið líf hefur færst í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík á síðustu mánuðum. Lítið sem ekkert var byggt árið 2010 í kjölfar efnahagshrunsins en markaðurinn er að glæðast og gott betur. Stefnt er að því að byggja 4.200 íbúðir í Reykjavík á næstu þremur árum. Í mars síðastliðnum kynnti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri áætlun um uppbyggingu í Reykjavík á næstu árum. Eins og sjá má á þessari mynd er mikil uppbygging framundan þar sem lögð verður áhersla á þéttingu byggðar. Jafnframt er gert ráð fyrir að ferðaþjónustan muni byggja 1200 hótelherbergi á næstu þremur árum.Jón Sigurðssson, formaður meistarafélags húsasmíða, segir að það sé hulin ráðgáta hvernig þessi miklu byggingaráform eigi að ná fram að ganga. Mikill skortur sé á iðnaðarmönnum í byggingariðnaði. „Þetta eru eingöngu pólitískar ákvarðanir og ekkert samráð haft við byggingarmarkaðinn, hvað við þurfum af lóðum og hvernig lóðir. Það eru bara einhverjir pólitíkusar sem setjast niður og ákveða hvernig þeir vilja hafa hlutina án þess að atvinnumarkaðurinn hafi nokkuð með það að gera. Síðan eigum við að leysa vandamálið eftir á,“ segir Jón.Hátt fermetraverð Hann gangrýnir jafnframt tegundir þeirra íbúða sem byggja á í Reykjavík á næstu árum. Kallað sé eftir ódýrum íbúðum. Fermetraverð í nýjum íbúðum nærri miðborginni er nálægt 400 þúsund krónum. „Það á að byggja á dýrasta svæðinu í bænum,“ segir Jón. „Hver ætlar að kaupa þessar íbúðir? Þetta verða ekki ódýrar íbúðir á ódýrum leigumarkaði. Þetta verða dýrustu íbúðirnar í bænum. Einhvers staðar hlýtur að þurfa að byggja ódýrar íbúðir fyrir t.d. ungt fólk sem er að byrja að búa. Það kaupir ekki svona íbúðir.“ Nánar í myndbandinu hér að ofan. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Sjá meira
Formaður meistarafélags húsasmiða telur það óraunhæft markmið hjá Reykjavíkurborg að ætla að reisa yfir fjögur þúsund íbúðir á næstu þremur árum. Mikill skortur sé á iðnaðarmönnum í landinu og ekki eigi að byggja þær íbúðir sem mest eftirspurn sé eftir.Mikið líf hefur færst í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík á síðustu mánuðum. Lítið sem ekkert var byggt árið 2010 í kjölfar efnahagshrunsins en markaðurinn er að glæðast og gott betur. Stefnt er að því að byggja 4.200 íbúðir í Reykjavík á næstu þremur árum. Í mars síðastliðnum kynnti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri áætlun um uppbyggingu í Reykjavík á næstu árum. Eins og sjá má á þessari mynd er mikil uppbygging framundan þar sem lögð verður áhersla á þéttingu byggðar. Jafnframt er gert ráð fyrir að ferðaþjónustan muni byggja 1200 hótelherbergi á næstu þremur árum.Jón Sigurðssson, formaður meistarafélags húsasmíða, segir að það sé hulin ráðgáta hvernig þessi miklu byggingaráform eigi að ná fram að ganga. Mikill skortur sé á iðnaðarmönnum í byggingariðnaði. „Þetta eru eingöngu pólitískar ákvarðanir og ekkert samráð haft við byggingarmarkaðinn, hvað við þurfum af lóðum og hvernig lóðir. Það eru bara einhverjir pólitíkusar sem setjast niður og ákveða hvernig þeir vilja hafa hlutina án þess að atvinnumarkaðurinn hafi nokkuð með það að gera. Síðan eigum við að leysa vandamálið eftir á,“ segir Jón.Hátt fermetraverð Hann gangrýnir jafnframt tegundir þeirra íbúða sem byggja á í Reykjavík á næstu árum. Kallað sé eftir ódýrum íbúðum. Fermetraverð í nýjum íbúðum nærri miðborginni er nálægt 400 þúsund krónum. „Það á að byggja á dýrasta svæðinu í bænum,“ segir Jón. „Hver ætlar að kaupa þessar íbúðir? Þetta verða ekki ódýrar íbúðir á ódýrum leigumarkaði. Þetta verða dýrustu íbúðirnar í bænum. Einhvers staðar hlýtur að þurfa að byggja ódýrar íbúðir fyrir t.d. ungt fólk sem er að byrja að búa. Það kaupir ekki svona íbúðir.“ Nánar í myndbandinu hér að ofan.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Sjá meira