Gunnar Páll: Hef ekki séð Anítu hlaupa svona áður Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2014 21:44 Aníta á sprettinum í dag. vísir/getty „Ég hef ekki upplifað að sjá Anítu hlaupa svona síðustu 200 metrana,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari AnítuHinriksdóttur, í samtali við Vísi, en Aníta komst í úrslit í 800 metra hlaupi á HM U19 í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta var skilin eftir í fyrri undanúrslitariðlinum á síðustu 100 metrunum, en hún kom í mark á tímanum 2:04,99 sem er tæpum fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hún komst samt sem áður í úrslit með sjötta besta tímann. „Aníta hefur alltaf klárað sín hlaup mjög vel þannig við verðum bara að líta á þetta sem slæman dag og byrja einbeita okkur að úrslitahlaupinu á morgun. Miðað við æfingar á hún að ráða vel við hraðann í hlaupi eins og í þessu, en það vantaði bara hjá henni að vera ákveðnari. Hún var ekki að rúlla nógu vel fyrir endasprettinn,“ segir Gunnar Páll, en honum fannst hlaupadrottningin unga einnig vera að hugsa alltof mikið um hvað hinar stúlkurnar voru að gera. „Hún var of mikið að bíða eftir því að sjá hvað hinar gerðu og ekki að hlaupa sitt hlaup nógu vel. Aníta var komin út úr sínum stíl og notaði stór og hæg skref. Það vantaði þessa keyrslu sem hún er vanalega með. Hún verður að einbeita sér að sínu hlaupi.“ Fyrir leikmanninn virkaði eins og Aníta væri algjörlega búin á síðustu 100 metrunum, en svo var ekki. Hlaupið var í raun mjög hægt í rigningunni í Eugene, en Aníta skilur víst ekki hvað fór úrskeiðis. „Hún hefur sjaldan verið eins lítið þreytt og eftir hlaupið í dag. Hún veit ekki sjálf hvað gerðist, en hún var alls ekki búinn þegar hún kom í mark og sprakk ekki þó það virkaði eflaust þannig. Það á samt ekkert að gerast á þessum hraða. Aníta leikur sér að þessum hraða á æfingum,“ segir Gunnar Páll sem er með henni í Eugene, en nú fara þau að hugsa um úrslitahlaupið á morgun. „Það var eitthvað þess valdandi í dag að hún missti fókus, en auðvitað veit ég að hún er í fínu formi. Þessir tímar í fyrstu tveimur hlaupunum eru samt með því slakasta sem hún hefur hlaupið. Líkamlega er hún samt í toppstandi þannig nú verðum við bara að ná henni saman andlega fyrir úrslitahlaupið og fá hana til að trúa að hún geti unnið til verðlauna á morgun. Í úrslitum getur allt gerst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta komst í úrslit á HM Sprakk á endasprettinum en slapp inn í úrslitahlaupið. 23. júlí 2014 20:12 Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Leik lokið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
„Ég hef ekki upplifað að sjá Anítu hlaupa svona síðustu 200 metrana,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari AnítuHinriksdóttur, í samtali við Vísi, en Aníta komst í úrslit í 800 metra hlaupi á HM U19 í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta var skilin eftir í fyrri undanúrslitariðlinum á síðustu 100 metrunum, en hún kom í mark á tímanum 2:04,99 sem er tæpum fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hún komst samt sem áður í úrslit með sjötta besta tímann. „Aníta hefur alltaf klárað sín hlaup mjög vel þannig við verðum bara að líta á þetta sem slæman dag og byrja einbeita okkur að úrslitahlaupinu á morgun. Miðað við æfingar á hún að ráða vel við hraðann í hlaupi eins og í þessu, en það vantaði bara hjá henni að vera ákveðnari. Hún var ekki að rúlla nógu vel fyrir endasprettinn,“ segir Gunnar Páll, en honum fannst hlaupadrottningin unga einnig vera að hugsa alltof mikið um hvað hinar stúlkurnar voru að gera. „Hún var of mikið að bíða eftir því að sjá hvað hinar gerðu og ekki að hlaupa sitt hlaup nógu vel. Aníta var komin út úr sínum stíl og notaði stór og hæg skref. Það vantaði þessa keyrslu sem hún er vanalega með. Hún verður að einbeita sér að sínu hlaupi.“ Fyrir leikmanninn virkaði eins og Aníta væri algjörlega búin á síðustu 100 metrunum, en svo var ekki. Hlaupið var í raun mjög hægt í rigningunni í Eugene, en Aníta skilur víst ekki hvað fór úrskeiðis. „Hún hefur sjaldan verið eins lítið þreytt og eftir hlaupið í dag. Hún veit ekki sjálf hvað gerðist, en hún var alls ekki búinn þegar hún kom í mark og sprakk ekki þó það virkaði eflaust þannig. Það á samt ekkert að gerast á þessum hraða. Aníta leikur sér að þessum hraða á æfingum,“ segir Gunnar Páll sem er með henni í Eugene, en nú fara þau að hugsa um úrslitahlaupið á morgun. „Það var eitthvað þess valdandi í dag að hún missti fókus, en auðvitað veit ég að hún er í fínu formi. Þessir tímar í fyrstu tveimur hlaupunum eru samt með því slakasta sem hún hefur hlaupið. Líkamlega er hún samt í toppstandi þannig nú verðum við bara að ná henni saman andlega fyrir úrslitahlaupið og fá hana til að trúa að hún geti unnið til verðlauna á morgun. Í úrslitum getur allt gerst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta komst í úrslit á HM Sprakk á endasprettinum en slapp inn í úrslitahlaupið. 23. júlí 2014 20:12 Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Leik lokið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira