„Drekk ekki áfengi sjálfur og hef aldrei gert“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2014 11:35 Vísir/Pjetur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun leggja fram frumvarp á haustþingi sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Salan verður þó háð ákveðnum skilyrðum og leyfi frá sveitarfélögum. Þetta er fyrsta frumvarp Vilhjálms, en Mbl greindi frá því í gær að hann hygðist leggja það fram. „Mér fannst ekki rétti tíminn til að leggja það fram í vor. Þá gæti fólk tengt þetta við sveitarstjórnarkosningarnar og verið væri að leggja það fram til að fá athyglina. Aðalatriðið er að frumvarpið fái að njóta sín og nái að komast í gegn,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Samkvæmt frumvarpinu verður sala áfengis háð leyfi frá sveitarfélögum. Þá verður ekki leyfilegt að selja áfengi eftir klukkan átta og sölumenn verða að hafa náð aldri. Ef áfengi yrði selt til að aðila sem ekki hafa náð tuttugu ára aldri, myndi viðkomandi verslun missa söluleyfið.Fær líklega stuðning úr flestum flokkum „Ég held að þjóðfélagið sé á þeim vendipunkti að það sé kallað eftir þessu. Það er mikilvægt að klára þetta núna, svo það þurfi ekki að leggja þetta enn einu sinni fram.“ „Það skemmtilega við þetta er að ég drekk ekki áfengi sjálfur og hef aldrei gert,“ segir Vilhjálmur. Álíka frumvörp hafa margoft verið lögð fram áður. Þingið 2007-2008 var svipað frumvarp lagt fram og voru fjórir núverandi ráðherra flutningsmenn þess. Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson og Ragnheiður Elín Árnadóttir. „Ég er búinn að hafa samband við nokkra þingmenn og tel að ég fái stuðning úr allavega flestum flokkum, ef ekki öllum.“ Þetta frumvarp mun leyfa sölu sterks áfengis í verslunum auk bjórs og léttvíns. „Ég byggi þetta mikið upp á landsbyggðarsjónarmiðum. Að þetta muni styrkja verslun á landsbyggðinni og auka þjónustu bæði við landsbyggðina og ferðamenn.“ Vilhjálmur segir þau rök oft hafa verið notuð að þjónusta á landsbyggðinni myndi minnka við álíka breytingu. „Þess vegna er svo mikilvægt að hafa sterka áfengið með. Þannig að bjór, léttvín og sterkt séu til sölu í þeim verslunum sem taka þetta upp.“ „Það eru 48 vínbúðir á Íslandi, tólf þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 36 eftir fyrir öll sveitarfélögin. Eins og í sveitarfélaginu Skagafirði eru þrír byggðarkjarnar en bara ein ÁTVR.“ Frumvarp Vilhjálms snýr að engu leyti að banni við áfengisauglýsingum. „Maður verður að éta fílinn í bitum. Frumvarpið snýst að mestu um að einkasala ríkissins á áfengi verði felld niður.“ÁTVR yrði Tóbaksverslun ríkisins.Vísir/GVAAukin tækifæri innlendrar framleiðslu Vilhjálmur segir þetta frumvarp geta bætt rekstrargrundvöll versluna í smærri byggðarkjörnum á landinu. „Við höfum getað gert þetta með tóbak, lyf og fleira. Við getum gert þetta með áfengi líka og getum einnig litið til margra annarra þjóða með það.“ Vilhjálmur segir það vel geta gerst að neysla á léttvíni aukist með þessum breytingum. Að fleiri aðilar kaupi kannski léttvín með matnum og slíkt. „Á móti kemur að þá minnkar landasala og magnkaup á áfengi. Það vegur upp á móti og ég held að breytingar muni leiða til heilbrigðari neyslu. Þá eru allir ferðamenn sem hingað koma vanir að geta keypt áfengi í verslunum.“ Hann segir einnig að breytingin gæti aukið tækifæri innlendrar framleiðslu. „Tökum sem dæmi brugghús út á landi. Nú eru þeir að framleiða bjór og vilja selja til dæmis ferðamönnum, en mega ekki selja sjálf. ÁTVR verður að selja bjórinn. Bjórinn verður þá að fara í þriggja mánaða prufusölu hjá ÁTVR og ef einhverjum mönnum finnst þetta ekki nógu gott og prufusalan var ekki nógu góð. Þá fær brugghúsið ekki að selja í ÁTVR. Þá er ÁTVR sem ræður hvar á landinu þetta er selt.“ „Með þessum breytingum gætu þau selt þetta sjálf og jafnvel sett upp sérverslun og kynnt bjórinn fyrir ferðamönnum. Þetta gefur í raun innlendri framleiðslu aukin tækifæri,“ segir Vilhjálmur.Hagræðing fyrir ríkissjóð Hann segir þetta líka vera hagræðingaraðgerð fyrir ríkissjóð. ÁTVR yrði Tóbaksverslun ríkisins og myndi eingöngu selja tóbak í heildsölu. „Það gefur augaleið að það að reka verslanir um allt land, sem selja einungis eina vörutegund með mjög lítilli álagningu gengur ekki upp. Þó er alltaf sagt að ÁTVR skili svo miklum arði til ríkissjóðs. Í árskýrslum ÁTVR er tekið fram hverjar tekjur eru og sölumagn. Hvergi er þó sagt hver kostnaðurinn sé við áfengi annars vegar og tóbak hins vegar.“ „Það er jafnmikil álagning á léttvín og heildsölu á tóbak. 18 prósent. Þá er ÁTVR bara með einn lager fyrir tóbak og mun minni umsýslukostnað. Það er augljóst að hagnaður ÁTVR kemur frá heildsölu á tóbaki. Þar myndast arðurinn. Þetta hlýtur því að vera hagræðing fyrir ríkissjóð. Vilhjálmur telur umræðuna um sölu áfengis í verslunum oft hafa einkennst af sleggjudómum. Þá vill hann forðast. „Nú verðum við öll að leggjast á eitt og skapa góða umræðu um þetta,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun leggja fram frumvarp á haustþingi sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Salan verður þó háð ákveðnum skilyrðum og leyfi frá sveitarfélögum. Þetta er fyrsta frumvarp Vilhjálms, en Mbl greindi frá því í gær að hann hygðist leggja það fram. „Mér fannst ekki rétti tíminn til að leggja það fram í vor. Þá gæti fólk tengt þetta við sveitarstjórnarkosningarnar og verið væri að leggja það fram til að fá athyglina. Aðalatriðið er að frumvarpið fái að njóta sín og nái að komast í gegn,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Samkvæmt frumvarpinu verður sala áfengis háð leyfi frá sveitarfélögum. Þá verður ekki leyfilegt að selja áfengi eftir klukkan átta og sölumenn verða að hafa náð aldri. Ef áfengi yrði selt til að aðila sem ekki hafa náð tuttugu ára aldri, myndi viðkomandi verslun missa söluleyfið.Fær líklega stuðning úr flestum flokkum „Ég held að þjóðfélagið sé á þeim vendipunkti að það sé kallað eftir þessu. Það er mikilvægt að klára þetta núna, svo það þurfi ekki að leggja þetta enn einu sinni fram.“ „Það skemmtilega við þetta er að ég drekk ekki áfengi sjálfur og hef aldrei gert,“ segir Vilhjálmur. Álíka frumvörp hafa margoft verið lögð fram áður. Þingið 2007-2008 var svipað frumvarp lagt fram og voru fjórir núverandi ráðherra flutningsmenn þess. Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson og Ragnheiður Elín Árnadóttir. „Ég er búinn að hafa samband við nokkra þingmenn og tel að ég fái stuðning úr allavega flestum flokkum, ef ekki öllum.“ Þetta frumvarp mun leyfa sölu sterks áfengis í verslunum auk bjórs og léttvíns. „Ég byggi þetta mikið upp á landsbyggðarsjónarmiðum. Að þetta muni styrkja verslun á landsbyggðinni og auka þjónustu bæði við landsbyggðina og ferðamenn.“ Vilhjálmur segir þau rök oft hafa verið notuð að þjónusta á landsbyggðinni myndi minnka við álíka breytingu. „Þess vegna er svo mikilvægt að hafa sterka áfengið með. Þannig að bjór, léttvín og sterkt séu til sölu í þeim verslunum sem taka þetta upp.“ „Það eru 48 vínbúðir á Íslandi, tólf þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 36 eftir fyrir öll sveitarfélögin. Eins og í sveitarfélaginu Skagafirði eru þrír byggðarkjarnar en bara ein ÁTVR.“ Frumvarp Vilhjálms snýr að engu leyti að banni við áfengisauglýsingum. „Maður verður að éta fílinn í bitum. Frumvarpið snýst að mestu um að einkasala ríkissins á áfengi verði felld niður.“ÁTVR yrði Tóbaksverslun ríkisins.Vísir/GVAAukin tækifæri innlendrar framleiðslu Vilhjálmur segir þetta frumvarp geta bætt rekstrargrundvöll versluna í smærri byggðarkjörnum á landinu. „Við höfum getað gert þetta með tóbak, lyf og fleira. Við getum gert þetta með áfengi líka og getum einnig litið til margra annarra þjóða með það.“ Vilhjálmur segir það vel geta gerst að neysla á léttvíni aukist með þessum breytingum. Að fleiri aðilar kaupi kannski léttvín með matnum og slíkt. „Á móti kemur að þá minnkar landasala og magnkaup á áfengi. Það vegur upp á móti og ég held að breytingar muni leiða til heilbrigðari neyslu. Þá eru allir ferðamenn sem hingað koma vanir að geta keypt áfengi í verslunum.“ Hann segir einnig að breytingin gæti aukið tækifæri innlendrar framleiðslu. „Tökum sem dæmi brugghús út á landi. Nú eru þeir að framleiða bjór og vilja selja til dæmis ferðamönnum, en mega ekki selja sjálf. ÁTVR verður að selja bjórinn. Bjórinn verður þá að fara í þriggja mánaða prufusölu hjá ÁTVR og ef einhverjum mönnum finnst þetta ekki nógu gott og prufusalan var ekki nógu góð. Þá fær brugghúsið ekki að selja í ÁTVR. Þá er ÁTVR sem ræður hvar á landinu þetta er selt.“ „Með þessum breytingum gætu þau selt þetta sjálf og jafnvel sett upp sérverslun og kynnt bjórinn fyrir ferðamönnum. Þetta gefur í raun innlendri framleiðslu aukin tækifæri,“ segir Vilhjálmur.Hagræðing fyrir ríkissjóð Hann segir þetta líka vera hagræðingaraðgerð fyrir ríkissjóð. ÁTVR yrði Tóbaksverslun ríkisins og myndi eingöngu selja tóbak í heildsölu. „Það gefur augaleið að það að reka verslanir um allt land, sem selja einungis eina vörutegund með mjög lítilli álagningu gengur ekki upp. Þó er alltaf sagt að ÁTVR skili svo miklum arði til ríkissjóðs. Í árskýrslum ÁTVR er tekið fram hverjar tekjur eru og sölumagn. Hvergi er þó sagt hver kostnaðurinn sé við áfengi annars vegar og tóbak hins vegar.“ „Það er jafnmikil álagning á léttvín og heildsölu á tóbak. 18 prósent. Þá er ÁTVR bara með einn lager fyrir tóbak og mun minni umsýslukostnað. Það er augljóst að hagnaður ÁTVR kemur frá heildsölu á tóbaki. Þar myndast arðurinn. Þetta hlýtur því að vera hagræðing fyrir ríkissjóð. Vilhjálmur telur umræðuna um sölu áfengis í verslunum oft hafa einkennst af sleggjudómum. Þá vill hann forðast. „Nú verðum við öll að leggjast á eitt og skapa góða umræðu um þetta,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira