Hættir ekki nema annað bjóðist Bjarki Ármannsson skrifar 16. júlí 2014 16:53 Stefán segir ekki víst að hann sé á förum frá lögreglunni. Vísir/Stefán Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki víst að hann sé á leið frá lögreglunni þó svo hann hafi undanfarið sótt um bæði starf forstjóra Samgöngustofnunar og sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekki ennþá hver niðurstaðan verður,“ segir Stefán. „Það er fullt af góðum umsækjendum í þessum stöðum sem ég sótti um, þannig að það er ekki hægt að ganga frá neinu vísu í þeim efnum. En ég vona bara það besta.“ Þó skrifar hann í Twitter-færslu sem birtist í dag, og sjá má hér fyrir neðan, að „menn eigi ekki að festast í sínum stólum,“ aðspurður hvort hann hafi fengið nóg af lögreglustjórastarfinu. Þýðir það ekki að hann vilji halda á brott, sama hvort hann hljóti aðra hvora stöðuna eða ekki? „Jú, það má alveg skilja það þannig að ég telji að það sé tímabært að gera eitthvað annað,“ segir Stefán. „En ég hef ekkert í hendi þó ég hafi sótt um störfin og hef ekki í hyggju að hætta hér nema ég fái eitthvað annað. Það er svona nauðsynleg forsenda fyrir menn sem þurfa að borga reikninga, að menn hafi vinnu.“ Stefán segist hafa talað fyrir því að fólk í æðstu stjórnendastöðum ríkisins geti aðeins gengt stöðunum í ákveðinn tíma. Hann hefur nú sjálfur stýrt embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007. „Þannig að ég er í rauninni bara samkvæmur sjálfum mér í því,“ segir hann. En hefur Stefán sótt um fleiri stöður en þessar tvær sem greint hefur verið frá? „Ekki svo ég viti um,“ segir hann. „En er þetta ekki ágætt í bili? Það er nú ekki oft sem tvær svona góðar og áhugaverðar stöður opnast á sama tíma.“@gunnardofri Allt hefur sinn tíma eins og þar stendur og ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að menn eigi ekki að festast í sínum stólum.— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 16, 2014 Tengdar fréttir Lögreglustjóri sækir um hjá Reykjavíkurborg Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra nítján sem sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. 16. júlí 2014 13:33 Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu Stefán Eiríksson segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið. 25. júní 2014 13:20 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki víst að hann sé á leið frá lögreglunni þó svo hann hafi undanfarið sótt um bæði starf forstjóra Samgöngustofnunar og sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekki ennþá hver niðurstaðan verður,“ segir Stefán. „Það er fullt af góðum umsækjendum í þessum stöðum sem ég sótti um, þannig að það er ekki hægt að ganga frá neinu vísu í þeim efnum. En ég vona bara það besta.“ Þó skrifar hann í Twitter-færslu sem birtist í dag, og sjá má hér fyrir neðan, að „menn eigi ekki að festast í sínum stólum,“ aðspurður hvort hann hafi fengið nóg af lögreglustjórastarfinu. Þýðir það ekki að hann vilji halda á brott, sama hvort hann hljóti aðra hvora stöðuna eða ekki? „Jú, það má alveg skilja það þannig að ég telji að það sé tímabært að gera eitthvað annað,“ segir Stefán. „En ég hef ekkert í hendi þó ég hafi sótt um störfin og hef ekki í hyggju að hætta hér nema ég fái eitthvað annað. Það er svona nauðsynleg forsenda fyrir menn sem þurfa að borga reikninga, að menn hafi vinnu.“ Stefán segist hafa talað fyrir því að fólk í æðstu stjórnendastöðum ríkisins geti aðeins gengt stöðunum í ákveðinn tíma. Hann hefur nú sjálfur stýrt embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007. „Þannig að ég er í rauninni bara samkvæmur sjálfum mér í því,“ segir hann. En hefur Stefán sótt um fleiri stöður en þessar tvær sem greint hefur verið frá? „Ekki svo ég viti um,“ segir hann. „En er þetta ekki ágætt í bili? Það er nú ekki oft sem tvær svona góðar og áhugaverðar stöður opnast á sama tíma.“@gunnardofri Allt hefur sinn tíma eins og þar stendur og ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að menn eigi ekki að festast í sínum stólum.— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 16, 2014
Tengdar fréttir Lögreglustjóri sækir um hjá Reykjavíkurborg Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra nítján sem sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. 16. júlí 2014 13:33 Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu Stefán Eiríksson segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið. 25. júní 2014 13:20 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Lögreglustjóri sækir um hjá Reykjavíkurborg Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra nítján sem sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. 16. júlí 2014 13:33
Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu Stefán Eiríksson segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið. 25. júní 2014 13:20