Hættir ekki nema annað bjóðist Bjarki Ármannsson skrifar 16. júlí 2014 16:53 Stefán segir ekki víst að hann sé á förum frá lögreglunni. Vísir/Stefán Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki víst að hann sé á leið frá lögreglunni þó svo hann hafi undanfarið sótt um bæði starf forstjóra Samgöngustofnunar og sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekki ennþá hver niðurstaðan verður,“ segir Stefán. „Það er fullt af góðum umsækjendum í þessum stöðum sem ég sótti um, þannig að það er ekki hægt að ganga frá neinu vísu í þeim efnum. En ég vona bara það besta.“ Þó skrifar hann í Twitter-færslu sem birtist í dag, og sjá má hér fyrir neðan, að „menn eigi ekki að festast í sínum stólum,“ aðspurður hvort hann hafi fengið nóg af lögreglustjórastarfinu. Þýðir það ekki að hann vilji halda á brott, sama hvort hann hljóti aðra hvora stöðuna eða ekki? „Jú, það má alveg skilja það þannig að ég telji að það sé tímabært að gera eitthvað annað,“ segir Stefán. „En ég hef ekkert í hendi þó ég hafi sótt um störfin og hef ekki í hyggju að hætta hér nema ég fái eitthvað annað. Það er svona nauðsynleg forsenda fyrir menn sem þurfa að borga reikninga, að menn hafi vinnu.“ Stefán segist hafa talað fyrir því að fólk í æðstu stjórnendastöðum ríkisins geti aðeins gengt stöðunum í ákveðinn tíma. Hann hefur nú sjálfur stýrt embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007. „Þannig að ég er í rauninni bara samkvæmur sjálfum mér í því,“ segir hann. En hefur Stefán sótt um fleiri stöður en þessar tvær sem greint hefur verið frá? „Ekki svo ég viti um,“ segir hann. „En er þetta ekki ágætt í bili? Það er nú ekki oft sem tvær svona góðar og áhugaverðar stöður opnast á sama tíma.“@gunnardofri Allt hefur sinn tíma eins og þar stendur og ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að menn eigi ekki að festast í sínum stólum.— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 16, 2014 Tengdar fréttir Lögreglustjóri sækir um hjá Reykjavíkurborg Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra nítján sem sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. 16. júlí 2014 13:33 Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu Stefán Eiríksson segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið. 25. júní 2014 13:20 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki víst að hann sé á leið frá lögreglunni þó svo hann hafi undanfarið sótt um bæði starf forstjóra Samgöngustofnunar og sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekki ennþá hver niðurstaðan verður,“ segir Stefán. „Það er fullt af góðum umsækjendum í þessum stöðum sem ég sótti um, þannig að það er ekki hægt að ganga frá neinu vísu í þeim efnum. En ég vona bara það besta.“ Þó skrifar hann í Twitter-færslu sem birtist í dag, og sjá má hér fyrir neðan, að „menn eigi ekki að festast í sínum stólum,“ aðspurður hvort hann hafi fengið nóg af lögreglustjórastarfinu. Þýðir það ekki að hann vilji halda á brott, sama hvort hann hljóti aðra hvora stöðuna eða ekki? „Jú, það má alveg skilja það þannig að ég telji að það sé tímabært að gera eitthvað annað,“ segir Stefán. „En ég hef ekkert í hendi þó ég hafi sótt um störfin og hef ekki í hyggju að hætta hér nema ég fái eitthvað annað. Það er svona nauðsynleg forsenda fyrir menn sem þurfa að borga reikninga, að menn hafi vinnu.“ Stefán segist hafa talað fyrir því að fólk í æðstu stjórnendastöðum ríkisins geti aðeins gengt stöðunum í ákveðinn tíma. Hann hefur nú sjálfur stýrt embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007. „Þannig að ég er í rauninni bara samkvæmur sjálfum mér í því,“ segir hann. En hefur Stefán sótt um fleiri stöður en þessar tvær sem greint hefur verið frá? „Ekki svo ég viti um,“ segir hann. „En er þetta ekki ágætt í bili? Það er nú ekki oft sem tvær svona góðar og áhugaverðar stöður opnast á sama tíma.“@gunnardofri Allt hefur sinn tíma eins og þar stendur og ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að menn eigi ekki að festast í sínum stólum.— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) July 16, 2014
Tengdar fréttir Lögreglustjóri sækir um hjá Reykjavíkurborg Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra nítján sem sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. 16. júlí 2014 13:33 Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu Stefán Eiríksson segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið. 25. júní 2014 13:20 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Lögreglustjóri sækir um hjá Reykjavíkurborg Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er meðal þeirra nítján sem sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. 16. júlí 2014 13:33
Lögreglustjóri sótti um stöðu forstjóra Samgöngustofu Stefán Eiríksson segist ekki vera á leið frá lögreglunni nema hann fái starfið. 25. júní 2014 13:20