Ráðherra segir Juncker loka endanlega ESB umsókn Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2014 19:39 Utanríkisráðherra segir aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið og með yfirlýsingu nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins sé hann í raun að loka málinu. En nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá því Alþingi samþykkti að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. En á sama tíma er komin viss þreyta í stækkunarferlið og nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsti því yfir í gær að fimm ára hlé yrði gert á fjölgun aðildarríkja. Evrópuþingið staðfesti skipun Jean-Claude Juncker í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær. Við það tækifæri sagði Junkcker að sambandsríkin þyrftu að melta þá þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði á aðildarríkjunum undanfarin tíu ár. Yfirstandandi viðræðum yrði haldið áfram en fimm ára hlé gert á fjölgun aðildarríkja. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta í samræmi við það sem stjórnarflokkarnir hafi haldið fram, um að Evrópusambandið væri að breytast og væri í ákveðinni naflaskoðun. „Og Juncker er í rauninni að segja það að hann ætli að einbeita sér að því að leysa ákveðin innri vandamál og vilji þess vegna ekki fá frekari stækkun í það minnsta á meðan svo er. Og þessi fimm ár sem hann talar um geta að sjálfsöðgu orðið töluvert lengri tími þegar fram líður,“ segir utanríkisráðherra. Þetta sé líka í takt við vilja ríkisstjórnarinnar sem vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið né halda viðræðum áfram. Juncker sé í raun að ljúka málinu án þess að íslendingar þurfi að hafa mikið fyrir því. „Í sjálfu sér er þetta allt búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir af þessu ferli öllu saman. Og mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ segir Gunnar Bragi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu sýna hvað mikilvægt sé að halda áfram með aðildarumsóknina. „Það er enginn vilji Evrópusambandsins til að slíta þessum viðræðum. Ísland er umsóknarríki og Evrópusambandið hefur marg lýst því yfir að það er tilbúið til að halda áfram þeim viðræðum. Það liggur líka ljóst fyrir af þessum yfirlýsingum að það stendur til að halda áfram viðræðum við umsóknarríki á næstu misserum og árum. Við þurfum að halda vel á spöðunum, gera það sem að okkur snýr, sem er að ljúka samningi, leggja hann svo í dóm þjóðarinnar og fá þannig botn í þetta mál,“ segir Árni Páll. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Utanríkisráðherra segir aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið og með yfirlýsingu nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins sé hann í raun að loka málinu. En nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Í dag eru nákvæmlega fimm ár frá því Alþingi samþykkti að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. En á sama tíma er komin viss þreyta í stækkunarferlið og nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsti því yfir í gær að fimm ára hlé yrði gert á fjölgun aðildarríkja. Evrópuþingið staðfesti skipun Jean-Claude Juncker í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær. Við það tækifæri sagði Junkcker að sambandsríkin þyrftu að melta þá þrettán ríkja fjölgun sem orðið hefði á aðildarríkjunum undanfarin tíu ár. Yfirstandandi viðræðum yrði haldið áfram en fimm ára hlé gert á fjölgun aðildarríkja. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir þetta í samræmi við það sem stjórnarflokkarnir hafi haldið fram, um að Evrópusambandið væri að breytast og væri í ákveðinni naflaskoðun. „Og Juncker er í rauninni að segja það að hann ætli að einbeita sér að því að leysa ákveðin innri vandamál og vilji þess vegna ekki fá frekari stækkun í það minnsta á meðan svo er. Og þessi fimm ár sem hann talar um geta að sjálfsöðgu orðið töluvert lengri tími þegar fram líður,“ segir utanríkisráðherra. Þetta sé líka í takt við vilja ríkisstjórnarinnar sem vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið né halda viðræðum áfram. Juncker sé í raun að ljúka málinu án þess að íslendingar þurfi að hafa mikið fyrir því. „Í sjálfu sér er þetta allt búið. Það eina sem er eftir er að við erum í einhverri bók skráð sem umsóknarríki. Annað er nú ekki eftir af þessu ferli öllu saman. Og mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ segir Gunnar Bragi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu sýna hvað mikilvægt sé að halda áfram með aðildarumsóknina. „Það er enginn vilji Evrópusambandsins til að slíta þessum viðræðum. Ísland er umsóknarríki og Evrópusambandið hefur marg lýst því yfir að það er tilbúið til að halda áfram þeim viðræðum. Það liggur líka ljóst fyrir af þessum yfirlýsingum að það stendur til að halda áfram viðræðum við umsóknarríki á næstu misserum og árum. Við þurfum að halda vel á spöðunum, gera það sem að okkur snýr, sem er að ljúka samningi, leggja hann svo í dóm þjóðarinnar og fá þannig botn í þetta mál,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira