Innlent

Rúmlega fimmtán milljónir söfnuðust í WOW Cyclothon

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alls tóku þátt 520 manns sem skipuðu 63 lið í WOW Cyclothon sem stóð yfir í síðastliðinni viku. Áheitasöfnun liðanna var framar björtustu vonum eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá WOW en liðið Hjólakraftur leiddi áheitasöfnunina.

Þegar keppnin hófst var markmiðið að safna um 10 milljónum en alls söfnuðust 15.227.244 krónur.

Í dag afhentu ungu liðsmennirnir í Hjólakrafti ásamt forsvarsmönnum WOW Cyclothon formlega Bæklunarskurðdeild áheitafjárhæðina sem safnaðist í keppninni.

Tíu meðlimir skipa Hjólakraft en hópurinn var settur á laggirnar fyrir börn og unglinga sem voru við það að tapa í baráttu við lífstílssjúkdóma.

Upprunalega hugmyndin var og er að kynna krakkanna fyrir hjólaíþróttinni, en þau höfðu ekki fundið sig í öðrum íþróttum. Þorvaldur Daníelsson er upphafmaður og jafnframt stjórnandi hópsins ásamt Tryggva Helgasyni, barnalækni við Heilsuskólann á LSH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×