Lífið

Uppselt á Bryan Adams - bætt við aukatónleikum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Íslendingar eru óðir í Bryan Adams.
Íslendingar eru óðir í Bryan Adams. Vísir/Getty
Uppselt er á tónleika Bryans Adams sem fram fara í Eldborgarsalnum í Hörpu þann 9. ágúst næstkomandi. „Það varð uppselt á svona tuttugu mínútum,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari, sem er ákaflega sáttur við viðbrögðin.

Búið er að bæta við aukatónleikum daginn eftir, sunnudagskvöldið 10. ágúst og hefjast þeir klukkan 20.00. Miðasala á aukatónleikana hefst klukkan 13.00 í dag á miði.is og harpa.is.

„Miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið síðustu daga, kemur þetta ekki á óvart,“ bætir Guðbjartur við.

Guðbjartur ætlaði sér alltaf að halda aukatónleika þegar hann sá að viðbrögðin voru svona frábær. „Miðað við þessi frábæru viðbrögð er mér skylt að halda aðra tónleika. Þó ég hefði þurft að binda hann niður og láta hann missa af flugvélinni, þá ætlaði ég að láta hann halda aukatónleika,“ segir Guðbjartur og hlær.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×