Innlent

Metfjöldi útskrifaðist úr HÍ

vísir/gva
2065 kandídatar tóku í dag við brautskráningarskírteinum sínum í grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands. Þetta er mesti fjöldi sem brautskráður hefur verið frá skólanum frá stofnun hans. Athöfnin fór fram í Laugardalshöll í dag en fyrstu skírteinin voru afhent þeim sem klára nú framhaldsnám. Ríflega tvö þúsund og fimm hundruð kandídatar útskrifast frá skólanum árinu.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði í ræðu sinni að starfsemi Háskóla Íslands skili árlega um fimm milljörðum króna í gjaldeyristekjum inn í þjóðarbúið. Þessar tekjur koma sem erlendir rannsóknastyrkir,  í gegnum alþjóðlegt ráðstefnuhald á vegum skólans og af þjónustu við erlenda námsmenn og fjölskyldur þeirra.

Rektor vakti sérstaka athygli á þeim árangri sem náðst hefur hér á landi á sviði líf- og heilbrigðisvísinda.  Í hópi 3.000 áhrifamestu vísindamanna í heiminum eru nú 11 starfandi á Íslandi, sem er svipað hlutfall og væri hjá 26 milljóna þjóð.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×