Innlent

Fimm í tveggja manna bíl

Bjarki Ármannsson skrifar
Reykjanesbær.
Reykjanesbær. Vísir/Stefán
Þónokkur umferðarbrot áttu sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum nú um helgina. Meðal annars stöðvaði lögregla bíl sem skráð var fyrir tvo, einn farþega auk ökumanns, en í bílnum voru alls fimm. Einn sat í farþegasæti, tveir aftur í og einn í farangursrýminu, að því er fram kemur í skýrslu lögreglunnar.

Ökumaður var einnig stöðvaður í umdæmi lögreglunnar um helgina fyrir að aka án bílbeltis. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var undir áhrifum kannabisefna og að hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. 

Þá fjarlægði lögregla alls níu númeraplötur af ótryggðum eða óskoðuðum bifreiðum. Einnig var einn ökumaður sektaður fyrir að keyra á nagladekkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×