Björguðu fyrsta ferðamanni sumarsins úr ógöngum Hrund Þórsdóttir skrifar 23. júní 2014 20:00 Gististaðir á hálendinu eru nú opnaðir einn af öðrum og þar eins og annars staðar verður glögglega vart við gríðarlega fjölgun ferðamanna. Í Landmannahelli er fullbókað út árið og inn á það næsta. Útsendarar fréttastofu voru meðal fyrstu manna til að keyra Dómadalsleið þetta sumarið og af henni þarf aðeins að taka örlítinn krók og aka yfir Rauðufossakvísl til að komast í Landmannahelli. Þegar fréttamann og tökumann Stöðvar 2 bar að garði voru skálaverðir að klára að tengja vatn og gera allt tilbúið á fyrsta starfsdegi sumarsins. Það var því nokkuð ljóst að fljótlega myndi færast mikið líf í tuskurnar. „Við erum með gistingu fyrir hundrað manns í skálum auk tjaldsvæðis og gerðis fyrir hesta. Svo bjóðum við upp á veiði í 15 vötnum hér í kring,“ segir Fríða Björg Þorbjörnsdóttir, skálavörður í Landmannahelli. Hvernig hafa bókanir gengið hjá ykkur? „Það er löngu orðið fullbókað fyrir þetta sumar og langir biðlistar fyrir júlí og ágúst. Svo er löngu byrjað að bóka fyrir árið 2015,“ segir Tinna Kristjánsdóttir, yfirlandvörður í Landmannahelli. Þær Tinna og Fríða sjá um starfsemina á svæðinu í sumar og meðal verkefna þeirra er að draga bíla upp úr ám þegar þeir festast. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði reyndi fljótt á það því nánast um leið og viðtali við þær var lokið var hringt vegna fyrstu gesta sumarsins, sem höfðu fest sig í nálægri á. Bílstjórinn neyddist til að vaða ískalt fjallavatnið illa búinn til að koma taug fyrir en allt fór vel að lokum með aðstoð landvarðanna. Maðurinn var nokkuð kaldur eftir atvikið en komst fljótt í upphitaðan skála og þar með var ferðasumarið í Landmannahelli hafið. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Gististaðir á hálendinu eru nú opnaðir einn af öðrum og þar eins og annars staðar verður glögglega vart við gríðarlega fjölgun ferðamanna. Í Landmannahelli er fullbókað út árið og inn á það næsta. Útsendarar fréttastofu voru meðal fyrstu manna til að keyra Dómadalsleið þetta sumarið og af henni þarf aðeins að taka örlítinn krók og aka yfir Rauðufossakvísl til að komast í Landmannahelli. Þegar fréttamann og tökumann Stöðvar 2 bar að garði voru skálaverðir að klára að tengja vatn og gera allt tilbúið á fyrsta starfsdegi sumarsins. Það var því nokkuð ljóst að fljótlega myndi færast mikið líf í tuskurnar. „Við erum með gistingu fyrir hundrað manns í skálum auk tjaldsvæðis og gerðis fyrir hesta. Svo bjóðum við upp á veiði í 15 vötnum hér í kring,“ segir Fríða Björg Þorbjörnsdóttir, skálavörður í Landmannahelli. Hvernig hafa bókanir gengið hjá ykkur? „Það er löngu orðið fullbókað fyrir þetta sumar og langir biðlistar fyrir júlí og ágúst. Svo er löngu byrjað að bóka fyrir árið 2015,“ segir Tinna Kristjánsdóttir, yfirlandvörður í Landmannahelli. Þær Tinna og Fríða sjá um starfsemina á svæðinu í sumar og meðal verkefna þeirra er að draga bíla upp úr ám þegar þeir festast. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði reyndi fljótt á það því nánast um leið og viðtali við þær var lokið var hringt vegna fyrstu gesta sumarsins, sem höfðu fest sig í nálægri á. Bílstjórinn neyddist til að vaða ískalt fjallavatnið illa búinn til að koma taug fyrir en allt fór vel að lokum með aðstoð landvarðanna. Maðurinn var nokkuð kaldur eftir atvikið en komst fljótt í upphitaðan skála og þar með var ferðasumarið í Landmannahelli hafið.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira