Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla á TISA-viðræðunum Hjörtur Hjartarson skrifar 23. júní 2014 19:45 Þingflokksformaður Pírata krefur utanríkisráðherra um svör varðandi Tisa viðræðurnar þar sem unnið er að fjölþjóðlegu samkomulagi um að draga úr regluverki sem tengt er fjármálaþjónustu. Mikil leynd er sögð hvíla yfir viðræðunum sem staðið hafa yfir í rúmt ár. Kjarninn birti í síðasta tölublaði sínu leyniskjöl frá Tisa-viðræðunum í samstarfi við Wikileaks. Um er að ræða marghliða viðræður fimmtíu þjóða um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum eins og það er orðað í nýjustu skýrslu utanríkisráðuneytisins til Alþingis. Markmið samningsins er að fækka hindrunum í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta og auka gagnsæi í milliríkjaviðskiptum með þjónustu. Þetta orðalag lætur ekki mikið yfir sér og eitt og sér ætti það ekki að vekja ugg í brjósti nokkurs manns. En ef nánar er rýnt í skjölin frá viðræðunum kemur í ljós að málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Hugsanlegt samkomulag mun hafa víðtæk áhrif, sem munu koma sér vel fyrir suma, ekki eins vel fyrir aðra. „Auðvitað hljómar frelsi alltaf vel en það fer eftir því í hvaða samhengi það er sett. Ef frelsið er á kostnað almenna borgara er það ekki frelsi fyrir þá heldur þessi svokölluðu eitt prósent,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) segja að Tisa samkomulagið muni draga stórlega úr regluverki gagnvart fjármálageiranum, umhverfisvernd, eftirliti með heilbrigðisþjónustu og öryggi verkamanna. Þá skuli koma á fót yfirþjóðlegum dómstól sem greiða mun úr deilum fjármálafyrirtækja og þjóða í framtíðinni. Allt sé þetta gert til að auka hag stórfyrirtækja á kostnað almennings. „Þetta mun í raun og veru veikja undirstöður lýðræðisríkja sem eru aðilar að þessu því fjölþjóðafyrirtæki og þessi stórfyrirtæki og fjármálastofnanir munu fá aukin völd og finnst þó mörgum nóg um,“ segir Birgitta. Ekki hefur verið fjallað um málið á Alþingi eða í utanríkismálanefnd en í viðræðuskjölum TISA kemur fram að ekki megi opinbera samninginn fyrr en fimm árum eftir að hann er undirritaður eða viðræðum slitið. „Ég hef sett saman skriflega spurningalista fyrir utanríkisráðherra þar sem ég fer fram á að vita hverjir hafa verið að semja fyrir Íslands hönd, hversu marga fundi þeir hafa setið, hvort ráðherra sé meðvitaður um þessa leynd og hvenær standi til að kynna það fyrir Alþingi.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður PírataMartin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf segir að fundað sé í borginni á tveggja mánaða fresti, viku í senn. Hann segir viðræðurnar skammt á veg komnar og að heildarmynd samningsins eigi eflaust eftir að breytast mikið áður en yfir lýkur. Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla yfir viðræðunum þó málið hafi ekki verið rætt sérstaklega í utanríkismálanefnd. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir málið með nefndinni óski hún þess. Þetta hefur bara verið í venjulegum gangi hjá okkur og nákvæmlega ekkert sem við höfum verið að fela,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata krefur utanríkisráðherra um svör varðandi Tisa viðræðurnar þar sem unnið er að fjölþjóðlegu samkomulagi um að draga úr regluverki sem tengt er fjármálaþjónustu. Mikil leynd er sögð hvíla yfir viðræðunum sem staðið hafa yfir í rúmt ár. Kjarninn birti í síðasta tölublaði sínu leyniskjöl frá Tisa-viðræðunum í samstarfi við Wikileaks. Um er að ræða marghliða viðræður fimmtíu þjóða um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum eins og það er orðað í nýjustu skýrslu utanríkisráðuneytisins til Alþingis. Markmið samningsins er að fækka hindrunum í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta og auka gagnsæi í milliríkjaviðskiptum með þjónustu. Þetta orðalag lætur ekki mikið yfir sér og eitt og sér ætti það ekki að vekja ugg í brjósti nokkurs manns. En ef nánar er rýnt í skjölin frá viðræðunum kemur í ljós að málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Hugsanlegt samkomulag mun hafa víðtæk áhrif, sem munu koma sér vel fyrir suma, ekki eins vel fyrir aðra. „Auðvitað hljómar frelsi alltaf vel en það fer eftir því í hvaða samhengi það er sett. Ef frelsið er á kostnað almenna borgara er það ekki frelsi fyrir þá heldur þessi svokölluðu eitt prósent,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) segja að Tisa samkomulagið muni draga stórlega úr regluverki gagnvart fjármálageiranum, umhverfisvernd, eftirliti með heilbrigðisþjónustu og öryggi verkamanna. Þá skuli koma á fót yfirþjóðlegum dómstól sem greiða mun úr deilum fjármálafyrirtækja og þjóða í framtíðinni. Allt sé þetta gert til að auka hag stórfyrirtækja á kostnað almennings. „Þetta mun í raun og veru veikja undirstöður lýðræðisríkja sem eru aðilar að þessu því fjölþjóðafyrirtæki og þessi stórfyrirtæki og fjármálastofnanir munu fá aukin völd og finnst þó mörgum nóg um,“ segir Birgitta. Ekki hefur verið fjallað um málið á Alþingi eða í utanríkismálanefnd en í viðræðuskjölum TISA kemur fram að ekki megi opinbera samninginn fyrr en fimm árum eftir að hann er undirritaður eða viðræðum slitið. „Ég hef sett saman skriflega spurningalista fyrir utanríkisráðherra þar sem ég fer fram á að vita hverjir hafa verið að semja fyrir Íslands hönd, hversu marga fundi þeir hafa setið, hvort ráðherra sé meðvitaður um þessa leynd og hvenær standi til að kynna það fyrir Alþingi.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður PírataMartin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf segir að fundað sé í borginni á tveggja mánaða fresti, viku í senn. Hann segir viðræðurnar skammt á veg komnar og að heildarmynd samningsins eigi eflaust eftir að breytast mikið áður en yfir lýkur. Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla yfir viðræðunum þó málið hafi ekki verið rætt sérstaklega í utanríkismálanefnd. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir málið með nefndinni óski hún þess. Þetta hefur bara verið í venjulegum gangi hjá okkur og nákvæmlega ekkert sem við höfum verið að fela,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira