Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla á TISA-viðræðunum Hjörtur Hjartarson skrifar 23. júní 2014 19:45 Þingflokksformaður Pírata krefur utanríkisráðherra um svör varðandi Tisa viðræðurnar þar sem unnið er að fjölþjóðlegu samkomulagi um að draga úr regluverki sem tengt er fjármálaþjónustu. Mikil leynd er sögð hvíla yfir viðræðunum sem staðið hafa yfir í rúmt ár. Kjarninn birti í síðasta tölublaði sínu leyniskjöl frá Tisa-viðræðunum í samstarfi við Wikileaks. Um er að ræða marghliða viðræður fimmtíu þjóða um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum eins og það er orðað í nýjustu skýrslu utanríkisráðuneytisins til Alþingis. Markmið samningsins er að fækka hindrunum í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta og auka gagnsæi í milliríkjaviðskiptum með þjónustu. Þetta orðalag lætur ekki mikið yfir sér og eitt og sér ætti það ekki að vekja ugg í brjósti nokkurs manns. En ef nánar er rýnt í skjölin frá viðræðunum kemur í ljós að málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Hugsanlegt samkomulag mun hafa víðtæk áhrif, sem munu koma sér vel fyrir suma, ekki eins vel fyrir aðra. „Auðvitað hljómar frelsi alltaf vel en það fer eftir því í hvaða samhengi það er sett. Ef frelsið er á kostnað almenna borgara er það ekki frelsi fyrir þá heldur þessi svokölluðu eitt prósent,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) segja að Tisa samkomulagið muni draga stórlega úr regluverki gagnvart fjármálageiranum, umhverfisvernd, eftirliti með heilbrigðisþjónustu og öryggi verkamanna. Þá skuli koma á fót yfirþjóðlegum dómstól sem greiða mun úr deilum fjármálafyrirtækja og þjóða í framtíðinni. Allt sé þetta gert til að auka hag stórfyrirtækja á kostnað almennings. „Þetta mun í raun og veru veikja undirstöður lýðræðisríkja sem eru aðilar að þessu því fjölþjóðafyrirtæki og þessi stórfyrirtæki og fjármálastofnanir munu fá aukin völd og finnst þó mörgum nóg um,“ segir Birgitta. Ekki hefur verið fjallað um málið á Alþingi eða í utanríkismálanefnd en í viðræðuskjölum TISA kemur fram að ekki megi opinbera samninginn fyrr en fimm árum eftir að hann er undirritaður eða viðræðum slitið. „Ég hef sett saman skriflega spurningalista fyrir utanríkisráðherra þar sem ég fer fram á að vita hverjir hafa verið að semja fyrir Íslands hönd, hversu marga fundi þeir hafa setið, hvort ráðherra sé meðvitaður um þessa leynd og hvenær standi til að kynna það fyrir Alþingi.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður PírataMartin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf segir að fundað sé í borginni á tveggja mánaða fresti, viku í senn. Hann segir viðræðurnar skammt á veg komnar og að heildarmynd samningsins eigi eflaust eftir að breytast mikið áður en yfir lýkur. Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla yfir viðræðunum þó málið hafi ekki verið rætt sérstaklega í utanríkismálanefnd. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir málið með nefndinni óski hún þess. Þetta hefur bara verið í venjulegum gangi hjá okkur og nákvæmlega ekkert sem við höfum verið að fela,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata krefur utanríkisráðherra um svör varðandi Tisa viðræðurnar þar sem unnið er að fjölþjóðlegu samkomulagi um að draga úr regluverki sem tengt er fjármálaþjónustu. Mikil leynd er sögð hvíla yfir viðræðunum sem staðið hafa yfir í rúmt ár. Kjarninn birti í síðasta tölublaði sínu leyniskjöl frá Tisa-viðræðunum í samstarfi við Wikileaks. Um er að ræða marghliða viðræður fimmtíu þjóða um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum eins og það er orðað í nýjustu skýrslu utanríkisráðuneytisins til Alþingis. Markmið samningsins er að fækka hindrunum í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta og auka gagnsæi í milliríkjaviðskiptum með þjónustu. Þetta orðalag lætur ekki mikið yfir sér og eitt og sér ætti það ekki að vekja ugg í brjósti nokkurs manns. En ef nánar er rýnt í skjölin frá viðræðunum kemur í ljós að málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Hugsanlegt samkomulag mun hafa víðtæk áhrif, sem munu koma sér vel fyrir suma, ekki eins vel fyrir aðra. „Auðvitað hljómar frelsi alltaf vel en það fer eftir því í hvaða samhengi það er sett. Ef frelsið er á kostnað almenna borgara er það ekki frelsi fyrir þá heldur þessi svokölluðu eitt prósent,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) segja að Tisa samkomulagið muni draga stórlega úr regluverki gagnvart fjármálageiranum, umhverfisvernd, eftirliti með heilbrigðisþjónustu og öryggi verkamanna. Þá skuli koma á fót yfirþjóðlegum dómstól sem greiða mun úr deilum fjármálafyrirtækja og þjóða í framtíðinni. Allt sé þetta gert til að auka hag stórfyrirtækja á kostnað almennings. „Þetta mun í raun og veru veikja undirstöður lýðræðisríkja sem eru aðilar að þessu því fjölþjóðafyrirtæki og þessi stórfyrirtæki og fjármálastofnanir munu fá aukin völd og finnst þó mörgum nóg um,“ segir Birgitta. Ekki hefur verið fjallað um málið á Alþingi eða í utanríkismálanefnd en í viðræðuskjölum TISA kemur fram að ekki megi opinbera samninginn fyrr en fimm árum eftir að hann er undirritaður eða viðræðum slitið. „Ég hef sett saman skriflega spurningalista fyrir utanríkisráðherra þar sem ég fer fram á að vita hverjir hafa verið að semja fyrir Íslands hönd, hversu marga fundi þeir hafa setið, hvort ráðherra sé meðvitaður um þessa leynd og hvenær standi til að kynna það fyrir Alþingi.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður PírataMartin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf segir að fundað sé í borginni á tveggja mánaða fresti, viku í senn. Hann segir viðræðurnar skammt á veg komnar og að heildarmynd samningsins eigi eflaust eftir að breytast mikið áður en yfir lýkur. Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla yfir viðræðunum þó málið hafi ekki verið rætt sérstaklega í utanríkismálanefnd. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir málið með nefndinni óski hún þess. Þetta hefur bara verið í venjulegum gangi hjá okkur og nákvæmlega ekkert sem við höfum verið að fela,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira