Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla á TISA-viðræðunum Hjörtur Hjartarson skrifar 23. júní 2014 19:45 Þingflokksformaður Pírata krefur utanríkisráðherra um svör varðandi Tisa viðræðurnar þar sem unnið er að fjölþjóðlegu samkomulagi um að draga úr regluverki sem tengt er fjármálaþjónustu. Mikil leynd er sögð hvíla yfir viðræðunum sem staðið hafa yfir í rúmt ár. Kjarninn birti í síðasta tölublaði sínu leyniskjöl frá Tisa-viðræðunum í samstarfi við Wikileaks. Um er að ræða marghliða viðræður fimmtíu þjóða um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum eins og það er orðað í nýjustu skýrslu utanríkisráðuneytisins til Alþingis. Markmið samningsins er að fækka hindrunum í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta og auka gagnsæi í milliríkjaviðskiptum með þjónustu. Þetta orðalag lætur ekki mikið yfir sér og eitt og sér ætti það ekki að vekja ugg í brjósti nokkurs manns. En ef nánar er rýnt í skjölin frá viðræðunum kemur í ljós að málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Hugsanlegt samkomulag mun hafa víðtæk áhrif, sem munu koma sér vel fyrir suma, ekki eins vel fyrir aðra. „Auðvitað hljómar frelsi alltaf vel en það fer eftir því í hvaða samhengi það er sett. Ef frelsið er á kostnað almenna borgara er það ekki frelsi fyrir þá heldur þessi svokölluðu eitt prósent,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) segja að Tisa samkomulagið muni draga stórlega úr regluverki gagnvart fjármálageiranum, umhverfisvernd, eftirliti með heilbrigðisþjónustu og öryggi verkamanna. Þá skuli koma á fót yfirþjóðlegum dómstól sem greiða mun úr deilum fjármálafyrirtækja og þjóða í framtíðinni. Allt sé þetta gert til að auka hag stórfyrirtækja á kostnað almennings. „Þetta mun í raun og veru veikja undirstöður lýðræðisríkja sem eru aðilar að þessu því fjölþjóðafyrirtæki og þessi stórfyrirtæki og fjármálastofnanir munu fá aukin völd og finnst þó mörgum nóg um,“ segir Birgitta. Ekki hefur verið fjallað um málið á Alþingi eða í utanríkismálanefnd en í viðræðuskjölum TISA kemur fram að ekki megi opinbera samninginn fyrr en fimm árum eftir að hann er undirritaður eða viðræðum slitið. „Ég hef sett saman skriflega spurningalista fyrir utanríkisráðherra þar sem ég fer fram á að vita hverjir hafa verið að semja fyrir Íslands hönd, hversu marga fundi þeir hafa setið, hvort ráðherra sé meðvitaður um þessa leynd og hvenær standi til að kynna það fyrir Alþingi.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður PírataMartin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf segir að fundað sé í borginni á tveggja mánaða fresti, viku í senn. Hann segir viðræðurnar skammt á veg komnar og að heildarmynd samningsins eigi eflaust eftir að breytast mikið áður en yfir lýkur. Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla yfir viðræðunum þó málið hafi ekki verið rætt sérstaklega í utanríkismálanefnd. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir málið með nefndinni óski hún þess. Þetta hefur bara verið í venjulegum gangi hjá okkur og nákvæmlega ekkert sem við höfum verið að fela,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata krefur utanríkisráðherra um svör varðandi Tisa viðræðurnar þar sem unnið er að fjölþjóðlegu samkomulagi um að draga úr regluverki sem tengt er fjármálaþjónustu. Mikil leynd er sögð hvíla yfir viðræðunum sem staðið hafa yfir í rúmt ár. Kjarninn birti í síðasta tölublaði sínu leyniskjöl frá Tisa-viðræðunum í samstarfi við Wikileaks. Um er að ræða marghliða viðræður fimmtíu þjóða um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum eins og það er orðað í nýjustu skýrslu utanríkisráðuneytisins til Alþingis. Markmið samningsins er að fækka hindrunum í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta og auka gagnsæi í milliríkjaviðskiptum með þjónustu. Þetta orðalag lætur ekki mikið yfir sér og eitt og sér ætti það ekki að vekja ugg í brjósti nokkurs manns. En ef nánar er rýnt í skjölin frá viðræðunum kemur í ljós að málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Hugsanlegt samkomulag mun hafa víðtæk áhrif, sem munu koma sér vel fyrir suma, ekki eins vel fyrir aðra. „Auðvitað hljómar frelsi alltaf vel en það fer eftir því í hvaða samhengi það er sett. Ef frelsið er á kostnað almenna borgara er það ekki frelsi fyrir þá heldur þessi svokölluðu eitt prósent,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) segja að Tisa samkomulagið muni draga stórlega úr regluverki gagnvart fjármálageiranum, umhverfisvernd, eftirliti með heilbrigðisþjónustu og öryggi verkamanna. Þá skuli koma á fót yfirþjóðlegum dómstól sem greiða mun úr deilum fjármálafyrirtækja og þjóða í framtíðinni. Allt sé þetta gert til að auka hag stórfyrirtækja á kostnað almennings. „Þetta mun í raun og veru veikja undirstöður lýðræðisríkja sem eru aðilar að þessu því fjölþjóðafyrirtæki og þessi stórfyrirtæki og fjármálastofnanir munu fá aukin völd og finnst þó mörgum nóg um,“ segir Birgitta. Ekki hefur verið fjallað um málið á Alþingi eða í utanríkismálanefnd en í viðræðuskjölum TISA kemur fram að ekki megi opinbera samninginn fyrr en fimm árum eftir að hann er undirritaður eða viðræðum slitið. „Ég hef sett saman skriflega spurningalista fyrir utanríkisráðherra þar sem ég fer fram á að vita hverjir hafa verið að semja fyrir Íslands hönd, hversu marga fundi þeir hafa setið, hvort ráðherra sé meðvitaður um þessa leynd og hvenær standi til að kynna það fyrir Alþingi.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður PírataMartin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf segir að fundað sé í borginni á tveggja mánaða fresti, viku í senn. Hann segir viðræðurnar skammt á veg komnar og að heildarmynd samningsins eigi eflaust eftir að breytast mikið áður en yfir lýkur. Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla yfir viðræðunum þó málið hafi ekki verið rætt sérstaklega í utanríkismálanefnd. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir málið með nefndinni óski hún þess. Þetta hefur bara verið í venjulegum gangi hjá okkur og nákvæmlega ekkert sem við höfum verið að fela,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira