Innlent

Samstaða um að rýmka möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Stjórnarskrárnefnd kynnti fyrstu áfangaskýrslu sína í dag.
Stjórnarskrárnefnd kynnti fyrstu áfangaskýrslu sína í dag. VÍSIR/PJETUR
Vísað er í þá breiðu samstöðu sem ríkir meðal allra stjórnmálaflokka á Alþingi um að mótuð verði heimild til þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni í fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefnd, sem skipuð var í nóvember síðastliðnum. Nefndin telur nauðsynlegt að skoða það hvort setja þurfi almennt ákvæði um framsal valds til alþjóðastofnana í stjórnarskrá og nefndarsetumenn eru sammála um að mikilvægt sé að kveða á um heimildir ríkisins til gjaldtöku af auðlindum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í þessari fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndarinnar.

Skýrslan var gefin út í morgun. Mun Vísir fjalla nánar um efni hennar í dag.

Í skýrslunni er farið yfir það starf sem nefndin hefur unnið frá því hún var stofnuð og til dagsins í dag. Einum hefur verið fjallað um fjóra flokka á þessum sjö mánuðum en þeir eru þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, auðlindir og umhverfisvernd.

Tilgangur skýrslunnar er að efna til opinberrar umræðu, nefndin setti því fram spurningar í skýrslunni og álitaefni. En að auki er farið yfir umfjöllun og afstöðu nefndarinnar.

Fleiri áfangaskýrslur verða birtar eftir því sem vinna nefndarinnar heldur áfram. Umræða er nú hafin um kosningar og kjördæmaskipan, embætti forseta Íslands og störf og verkefni Alþingis. Þegar umfjöllun um fyrrnefnd efni lýkur hefst umræða um ríkisstjórn og ráðherra, dómstóla og mannréttindi.

Nefndin er þverpólitísk og skipuð eftirfarandi einstaklingum:

Sigurður Líndal, prófessor emeritus, formaður, skipaður án tilnefningar,

Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Pírötum,

Birgir Ármannsson, alþingismaður, tilnefndur af Sjálfstæðisflokki,

Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra, tilnefndur af Framsóknarflokki,

Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af Vinstrihreyfingunni - grænu framboði,

Páll Valur Björnsson, alþingismaður, tilnefndur af Bjartri framtíð. Páll Valur tók við af

Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni.

Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent, tilnefndur af Framsóknarflokki,

Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður, tilnefnd af Samfylkingu, og

Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af Sjálfstæðisflokki.


Tengdar fréttir

Opnar á þjóðaratkvæði ef stjórnarskránni verður breytt

Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar. Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×