Mismunandi áherslur innan stjórnarskrárnefndar Randver Kári Randversson skrifar 24. júní 2014 14:27 Frá blaðamannafundi stjórnarskrárnefndar í Þjóðmenningarhúsinu. Vísir/GVA Í áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar sem kynnt var í dag eru lögð fram fjögur málefni sem nefndin setti í forgang í upphafi nefndarstarfsins, en það eru þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, auðlindir, og umhverfisvernd. Formaður nefndarinnar, Sigurður Líndal, lagaprófessor, segir almennan vilja innan innan nefndarinnar til að ná samstöðu um þessi forgangsmál en þó sé eðlilegt að ef nefndarmenn hafi ólíka afstöðu til einstakra mál, þá komi það fram. Í skýrslunni eru lagðar fram bókanir einstakra nefndarmanna þar sem fram koma áherslur þeirra í nefndarstarfinu. Ljóst er að uppi eru mismunandi sjónarmið innan nefndarinnar um það hvað beri að leggja mesta áherslu á í vinnunni við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í bókun Katrínar Jakobsdóttur, sem tilnefnd er í stjórnarskrárnefnd af Vinstri-grænum, segir að mikilvægt sé að nefndin ljúki vinnu við tillögur að ákvæðum um þau fjögur málefni sem sett hafa verið í forgang þannig að Alþingi fái þær til kynningar eigi síðar en vorið 2015. Fái Alþingi fullmótað frumvarp í hendur að hausti 2015 gefist tækifæri til að afgreiða tillögurnar frá þinginu og þar með gefist tækifæri til að virkja breytingaákvæði stjórnarskrárinnar. Þjóðin geti þá greitt atkvæði um tillögurnar samhliða forsetakosningunum 2016. Á fundi í morgun sagði Katrín það raunhæft að nefndin ljúki vinnu um þessi atriði nægjanlega fljótt til þess að hægt að verði að kjósa um þau árið 2016. Hún leggur sérstaka áherslu á að samstaða náist í nefndinni um ákvæði um umhverfisvernd á næsta vetri. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, þau Birgir Ármannsson og Valgerður Gunnarsdóttir, leggja áherslu á að innan nefndarinnar eigi enn eftir að fara fram ítarlegri umræður og mótun tillagna um þessi fjögur forgangsatriði. Þau segja í bókun sinni að stjórnarskrárákvæði um framsal valdheimilda ríkisins í þágu alþjóðasamvinnu sé með viðkvæmustu viðfangsefnum nefndarinnar og árétta að viðfangsefni nefndarinnar sé ekki jafn víðtækt framsal ríkisvalds og fælist í aðild að Evrópusambandinu. Þar sé um sérstakt viðfangsefni að ræða enda geti slík aðild ekki talist takmarkað framsal ríkisvalds á afmörkuðu sviði. Jón Kristjánsson, sem er tilnefndur af Framsóknarflokki, tekur í sama streng, og segir í bókun sinni að varðandi fyrirhugað ákvæði um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu telji hann heppilegast að samþykkt slíks ákvæðis sé með engum hætti ætlað að ná til aðildar að Evrópusambandinu. Slíku ákvæði væri einungis ætlað að ná til fullnustu möguleika Íslands til náinnar samvinnu við önnur fullvalda ríki, þ.á.m. á sviði EES-samningsins. Í bókun Valgerðar Bjarnadóttur, sem er tilnefnd af Samfylkingu, segir að það hljóti að teljast undarlegt og gagnrýnivert að stjórnmálamenn hunsi vilja kjósenda sem fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 á þann hátt sem raun beri vitni. Hún muni í störfum sínum í nefndinni áfram halda á lofti efni tillagan Stjórnlagaráðsins. Skúli Magnússon, héraðsdómari, sem tilnefndur er af Framsóknarflokki, lagði ekki fram bókun í skýrslunni en hann segir það mat nefndarinnar að þörf sé á breytingum um öll þau fjögur atriði sem sett hafa verið í forgang. Jafnframt telur hann að frumvarp sem legði til breytingar á þessum atriðum fæli í sér mestu breytingar á íslenskri stjórnarskrá frá upphafi. Skúli segir ekki útilokað að leggja fram aðskilin frumvörp um einstök atriði. Þannig geti breytingar náðst fram á þeim atriðum sem samstaða væri um meðan frumvörp um atriði sem ekki næðist samstaða um yrðu felld. Tengdar fréttir Umfjöllun um áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar: Þjóðaratkvæði, náttúruvernd og framsal valds Stjórnarskrárnefnd kallar eftir áliti almennings varðandi stjórnarskrártillögur. 24. júní 2014 12:58 Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar kynnt í dag Í nefndinni hefur verið rætt að frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga geti mögulega litið dagsins ljós vorið 2016 og þá verði hægt að leggja það í dóm þjóðarinnar samhliða forsetakosningunum þá um sumarið. 24. júní 2014 10:16 Samstaða um að rýmka möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum Þetta kemur fram í fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefnd, sem skipuð var í nóvember síðastliðnum. Skýrslan var gefin út í morgun. 24. júní 2014 11:07 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Í áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar sem kynnt var í dag eru lögð fram fjögur málefni sem nefndin setti í forgang í upphafi nefndarstarfsins, en það eru þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, auðlindir, og umhverfisvernd. Formaður nefndarinnar, Sigurður Líndal, lagaprófessor, segir almennan vilja innan innan nefndarinnar til að ná samstöðu um þessi forgangsmál en þó sé eðlilegt að ef nefndarmenn hafi ólíka afstöðu til einstakra mál, þá komi það fram. Í skýrslunni eru lagðar fram bókanir einstakra nefndarmanna þar sem fram koma áherslur þeirra í nefndarstarfinu. Ljóst er að uppi eru mismunandi sjónarmið innan nefndarinnar um það hvað beri að leggja mesta áherslu á í vinnunni við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í bókun Katrínar Jakobsdóttur, sem tilnefnd er í stjórnarskrárnefnd af Vinstri-grænum, segir að mikilvægt sé að nefndin ljúki vinnu við tillögur að ákvæðum um þau fjögur málefni sem sett hafa verið í forgang þannig að Alþingi fái þær til kynningar eigi síðar en vorið 2015. Fái Alþingi fullmótað frumvarp í hendur að hausti 2015 gefist tækifæri til að afgreiða tillögurnar frá þinginu og þar með gefist tækifæri til að virkja breytingaákvæði stjórnarskrárinnar. Þjóðin geti þá greitt atkvæði um tillögurnar samhliða forsetakosningunum 2016. Á fundi í morgun sagði Katrín það raunhæft að nefndin ljúki vinnu um þessi atriði nægjanlega fljótt til þess að hægt að verði að kjósa um þau árið 2016. Hún leggur sérstaka áherslu á að samstaða náist í nefndinni um ákvæði um umhverfisvernd á næsta vetri. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, þau Birgir Ármannsson og Valgerður Gunnarsdóttir, leggja áherslu á að innan nefndarinnar eigi enn eftir að fara fram ítarlegri umræður og mótun tillagna um þessi fjögur forgangsatriði. Þau segja í bókun sinni að stjórnarskrárákvæði um framsal valdheimilda ríkisins í þágu alþjóðasamvinnu sé með viðkvæmustu viðfangsefnum nefndarinnar og árétta að viðfangsefni nefndarinnar sé ekki jafn víðtækt framsal ríkisvalds og fælist í aðild að Evrópusambandinu. Þar sé um sérstakt viðfangsefni að ræða enda geti slík aðild ekki talist takmarkað framsal ríkisvalds á afmörkuðu sviði. Jón Kristjánsson, sem er tilnefndur af Framsóknarflokki, tekur í sama streng, og segir í bókun sinni að varðandi fyrirhugað ákvæði um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu telji hann heppilegast að samþykkt slíks ákvæðis sé með engum hætti ætlað að ná til aðildar að Evrópusambandinu. Slíku ákvæði væri einungis ætlað að ná til fullnustu möguleika Íslands til náinnar samvinnu við önnur fullvalda ríki, þ.á.m. á sviði EES-samningsins. Í bókun Valgerðar Bjarnadóttur, sem er tilnefnd af Samfylkingu, segir að það hljóti að teljast undarlegt og gagnrýnivert að stjórnmálamenn hunsi vilja kjósenda sem fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 á þann hátt sem raun beri vitni. Hún muni í störfum sínum í nefndinni áfram halda á lofti efni tillagan Stjórnlagaráðsins. Skúli Magnússon, héraðsdómari, sem tilnefndur er af Framsóknarflokki, lagði ekki fram bókun í skýrslunni en hann segir það mat nefndarinnar að þörf sé á breytingum um öll þau fjögur atriði sem sett hafa verið í forgang. Jafnframt telur hann að frumvarp sem legði til breytingar á þessum atriðum fæli í sér mestu breytingar á íslenskri stjórnarskrá frá upphafi. Skúli segir ekki útilokað að leggja fram aðskilin frumvörp um einstök atriði. Þannig geti breytingar náðst fram á þeim atriðum sem samstaða væri um meðan frumvörp um atriði sem ekki næðist samstaða um yrðu felld.
Tengdar fréttir Umfjöllun um áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar: Þjóðaratkvæði, náttúruvernd og framsal valds Stjórnarskrárnefnd kallar eftir áliti almennings varðandi stjórnarskrártillögur. 24. júní 2014 12:58 Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar kynnt í dag Í nefndinni hefur verið rætt að frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga geti mögulega litið dagsins ljós vorið 2016 og þá verði hægt að leggja það í dóm þjóðarinnar samhliða forsetakosningunum þá um sumarið. 24. júní 2014 10:16 Samstaða um að rýmka möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum Þetta kemur fram í fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefnd, sem skipuð var í nóvember síðastliðnum. Skýrslan var gefin út í morgun. 24. júní 2014 11:07 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Umfjöllun um áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar: Þjóðaratkvæði, náttúruvernd og framsal valds Stjórnarskrárnefnd kallar eftir áliti almennings varðandi stjórnarskrártillögur. 24. júní 2014 12:58
Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar kynnt í dag Í nefndinni hefur verið rætt að frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga geti mögulega litið dagsins ljós vorið 2016 og þá verði hægt að leggja það í dóm þjóðarinnar samhliða forsetakosningunum þá um sumarið. 24. júní 2014 10:16
Samstaða um að rýmka möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum Þetta kemur fram í fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefnd, sem skipuð var í nóvember síðastliðnum. Skýrslan var gefin út í morgun. 24. júní 2014 11:07