533 milljarða vantar í íslenska lífeyrissjóði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 24. júní 2014 20:00 Fjármálaeftirlitið kynnti í morgun skýrslu um stöðu íslenskra lífeyrissjóða árið 2013. Þar kemur fram að heildareignir lífeyrissjóðanna voru í árslok 2013 rúmlega 2.800 milljarðar króna eða 158% af vergri landsframleiðslu en hlutfallið hefur aldrei verið hærra. Áfallin tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðanna árið 2013 er neikvæð um 533 milljarða króna. Með áfallinni stöðu er átt við það hvort núverandi eignir standi undir því sem þegar er búið að lofa í formi lífeyris. „Það er ekki hægt að segja annað en að staðan sé góð. Lífeyrissjóðskerfið er stórt og það er öflugt og ávöxtunin hefur batnað mjög á undanförnum tveimur árum“, segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna árið 2012 var 7,4% en fór í 5,6% árið 2013. Bæði vel yfir 3,5% ávöxtunarviðmiði. En gefa þessar tölur rétta mynd af raunverulegri ávöxtun lífeyrissjóðanna? „Nei, ég held og óttast að það að lífeyrissjóðirnir geti ekki fjárfest erlendis og þurfi að setja allt sitt mikla fé á beit innanlands geri það að verkum að hér hafi myndast eignabóla, til dæmis í hlutabréfum,” segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Pétur segir halla á lífeyrissjóðskuldbindingum grafalvarlegt mál. „Þar erum við núna komin upp í 530 milljarða sem að er ógreidd skuld. Hún hefur ekki verið færð í fjárlög eða fjáraukalög þannig að mínu mati er ekki raunveruleg ríkisábyrgð á þessum skuldbindingum. En þær eru um 1,8 milljón króna á hvern Íslending, litlu börnin meðtalin. Þetta eru um 4,5 milljónir á hvert heimili og 20 milljónir á hvern ríkisstarfsmann. Þannig að þetta eru gífurlegar upphæðir sem um er að ræða, sem ríkið skuldar opinberum starfsmönnum.“ „Þetta er mjög alvarlegt mál. Árið 2026, að mig minnir, þá verður b-deildin tóm og þá þarf að fara að borga þarna inn, ef menn ætla að standa við þessa skuldbindingu, svona 20-30 milljarða króna á ári. Ég minni á það að eitt stykki spítali kostar 80 milljarða, þannig að við þyrftum að setja sem svarar til eins spítala á fjögurra ára fresti“, segir Pétur Blöndal. Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Fjármálaeftirlitið kynnti í morgun skýrslu um stöðu íslenskra lífeyrissjóða árið 2013. Þar kemur fram að heildareignir lífeyrissjóðanna voru í árslok 2013 rúmlega 2.800 milljarðar króna eða 158% af vergri landsframleiðslu en hlutfallið hefur aldrei verið hærra. Áfallin tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðanna árið 2013 er neikvæð um 533 milljarða króna. Með áfallinni stöðu er átt við það hvort núverandi eignir standi undir því sem þegar er búið að lofa í formi lífeyris. „Það er ekki hægt að segja annað en að staðan sé góð. Lífeyrissjóðskerfið er stórt og það er öflugt og ávöxtunin hefur batnað mjög á undanförnum tveimur árum“, segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna árið 2012 var 7,4% en fór í 5,6% árið 2013. Bæði vel yfir 3,5% ávöxtunarviðmiði. En gefa þessar tölur rétta mynd af raunverulegri ávöxtun lífeyrissjóðanna? „Nei, ég held og óttast að það að lífeyrissjóðirnir geti ekki fjárfest erlendis og þurfi að setja allt sitt mikla fé á beit innanlands geri það að verkum að hér hafi myndast eignabóla, til dæmis í hlutabréfum,” segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Pétur segir halla á lífeyrissjóðskuldbindingum grafalvarlegt mál. „Þar erum við núna komin upp í 530 milljarða sem að er ógreidd skuld. Hún hefur ekki verið færð í fjárlög eða fjáraukalög þannig að mínu mati er ekki raunveruleg ríkisábyrgð á þessum skuldbindingum. En þær eru um 1,8 milljón króna á hvern Íslending, litlu börnin meðtalin. Þetta eru um 4,5 milljónir á hvert heimili og 20 milljónir á hvern ríkisstarfsmann. Þannig að þetta eru gífurlegar upphæðir sem um er að ræða, sem ríkið skuldar opinberum starfsmönnum.“ „Þetta er mjög alvarlegt mál. Árið 2026, að mig minnir, þá verður b-deildin tóm og þá þarf að fara að borga þarna inn, ef menn ætla að standa við þessa skuldbindingu, svona 20-30 milljarða króna á ári. Ég minni á það að eitt stykki spítali kostar 80 milljarða, þannig að við þyrftum að setja sem svarar til eins spítala á fjögurra ára fresti“, segir Pétur Blöndal.
Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira