Innlent

Pétur Ólafsson ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra

Randver Kári Randversson skrifar
Pétur Ólafsson, nýráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra.
Pétur Ólafsson, nýráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra. Mynd/Reykjavíkurborg
Pétur Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Pétur er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík í ný afstöðnum sveitarstjórnarkosningum og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi á síðasta kjörtímabili. Hann hefur jafnframt starfað á undanförnum árum við markaðsmál, ritstjórn, þýðingar og stundakennslu.

Pétur hefur störf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×