Innlent

Fimm ný reynd naut úr 2008 árganginum til notkunar

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/Stefán
Í gær fundaði fagráð í nautgriparækt að lokinni keyrslu á kynbótmati sem gert var nú í júní. Á fundinum var ákveðið að setja fimm ný naut úr nautaárgangi 2008 í notkun sem reynd naut. Frá þessu er sagt á vef Landssambands kúabænda.

Nautin sem um ræðir eru Þáttur 08021, Flekkur 08029, Klettur 08030, Gói 08037 og Bambi 08049. Þau naut sem verða áfram í dreifingu sem reynd naut eru: Logi 06019, Dynjandi 06024, Hjarði 06029, Víðkunnur 06034, Sandur 07014, Rjómi 07017, Húni 07041, Toppur 07046, Lögur 07047, Keipur 07054, Blámi 07058, Laufás 08003 og Blómi 08017.

Nautsfeður til notkunar næstu mánuði verða: Sandur 07014, Laufás 08003, Flekkur 08029, Klettur 08030 og Bambi 08049.

Ljóst er að mikil ásókn verður í þá nautsfeður sem koma nýir til notkunar að þessu sinni og til þess að nýta erfðaefni þeirra sem best og jafna framboð nautkálfa undan þeim á nautastöðina ákvað fagráð að dreifing þeirra verði ekki frjáls og óháð. Þannig munu þeir eingöngu standa bændum í skýrsluhaldi til boða auk þess sem fjöldi skammta sem hver og einn fær til nota verður miðaður við fjölda árskúa í maí s.l.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×