Innlent

Par á vespu hrifsaði til sín veski konu

Jakob Bjarnar skrifar
Bíræfnir þjófar á vespu hrifsuðu til sín veski konu nokkurrar.
Bíræfnir þjófar á vespu hrifsuðu til sín veski konu nokkurrar.
Um miðnætti var kona nokkur rænd veski sínu þar sem hún var á göngu í Breiðholti.

Par á vélhjóli eða vespu ók framhjá konunni og hrifsaði til sín veski hennar.  Konan hélt fast  í veski sitt, datt við þetta og dróst eftir gangstéttinni þar til hún neyddist til að sleppa takinu. Parið brunaði við svo búið í burtu með feng sinn.

Gerendur eru ekki fundnir og var konunni ekið á Slysadeild til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×